Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Qupperneq 19
að í bótum fyrir fjártjón vegna varanlegrar örorku séu oft innifaldar einhverjar bætur fyrir miska (sbr. t.d. A. Vinding Kruse (1976), bls. 435-6, SOU 1973:51, bls. 157 og Prop. 1975:12, bls. 109. Auk þess finnast fáein dæmi um örorkumöt, sem bera greinilega með sér, að læknir metur ófjárhagslegar afleiðingar slyss til örorku, sbr. t.d. Hrd. 1975,1105). Þó að norsku og sænsku skaðabótalögin leiði oft til þess að bætur fyrir fjártjón af völdum varanlegrar örorku verði engar eða minni en bætur eftir íslenskum reglum, getur þessu einnig verið öfugt farið. Læknisfræðileg örorka kann að valda meira tekjutapi en sem nem- ur þeim hundraðshluta, sem hún er metin. 1 slíku tilfelli myndu hin- ar nýju lagareglur, sem hér um ræðir, almennt veita meiri örorku- bætur en íslenskar reglur. Dæmi: Úrsmiður skaddast á hendi og er varanleg (læknisfræðileg) örorka hans metin 15%. Vegna meiðslanna verður hann að láta af starfi sínu og neyðist til að fara í vinnu, sem gefur af sér 40% lægri tekjur. Sé starfsröskun þessi talin raunveru- leg og varanleg afleiðing af áverkum þeim, er bæta skal, myndu hinar norsku og sænsku reglur um fjárhagslega örorku veita rétt til bóta fyrir 40% tekjutap til frambúðar. Islenskir dómstólar myndu senni- lega leggja 15% matið til grundvallar, en líta til þess til hækkunar örorkubótum að fjártjón úrsmiðsins er í raun meira en 15%. Hins vegar er mjög líklégt að þrátt fyrir slíka hækkun yrðu dæmdar bætur fyrir varanlega örorku úrsmiðsins nær því að vera 15% en 40% af tekjutapi. Óneitanlega virðast margir kostir fylgja því að ákveða bætur eftir fjárhagslegu örorkumati. Sérstaklega verður þó að telja mikla fram- för í því að hverfa frá „töflumati“ og taka upp einstaklingsbundið („konkret") mat í hverju tilfelli. Hin nýja aðferð er þó ekki galla- laus. Einstaklingsbundið mat er oft vandasamara en læknisfræðilegt „töflumat“. Einnig má búast við, að hið einstaklingsbundna fjárhags- lega örorkumat dragist oft meira á langinn en læknisfræðilegt mat, af því að hið fyrrnefnda verður ekki framkvæmt fyrr en séð verður, hvernig tjónþola reiðir af í nýju starfi, í leit að starfi eða við sitt fyrra starf. í sumum tilfellum getur verið óhjákvæmilegt að bíða mjög lengi með endanlegt mat til þess að tryggja, að matið verði sem réttast. Bið eftir árangri endurhæfingar getur líka tafið mat, en hjá slíkum drætti verður ekki komist hver sem aðferðin er við örorkumat. Megintilgangur þess að taka upp fjárhagslegt örorkumat í stað læknisfræðilegs er sá að fá með því „réttari“ grundvöll til að meta 213
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.