Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 44
SIÐAREGLUR BLAÐAMANNA SAMÞYKKTAR Á FRAMHALDSAÐALFUNDI BLAÐAMANNAFÉLAGS ÍSLANDS 9. MAÍ 1965. í starfi sínu ber félögum Blaðamannafélags íslands jafnan að hafa í huga eftirfarandi meginreglur um samskipti innbyrðis og við almenning: I. Blaðamaður leitast við að gera ekkert það, sem til vanvirðu má telja fyrir stétt hans eða stéttarfélag, blað eða fréttastofu. Honum ber að forðast hvað eina, sem rýrt geti álit almennings á blaðamennskustarfi blaðamanns sem slíku, eða skert hagsmuni stéttarinnar. Blaðamaður skal jafnan sýna dreng- skap í skiptum sínum við starfsfélaga sína. II. Blaðamanni skal vera Ijós persónuleg ábyrgð hans á öllu, sem hann skrifar. Honum ber að virða nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína. Sama gildir um skjöl og önnur gögn, sem honum er trúað fyrir. Hann skal forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða mönnum, sem eiga um sárt að binda, sársauka eða vanvirðu, og sýna svo sem kostur er tillitssemi í upp- lýsingaöflun sinni, úrvinnslu og framsetningu. III. Það telst alvarlegt brot, þiggi blaðamaður mútur eða hafi í hótunum vegna birtingar efnis, eða öfugt. I frásögnum af dóms- og refsimálurh skulu blaðamenn virða þá megin- reglu laga, að hver maður er talinn saklaus, þar til sekt hans hefir verið sönnuð, jafnframt því sem þeir hafi í huga, hvenær almennt öryggi borgar- anna, stórfelldir hagsmunir almennings eða almannaheill krefst nafnbirtingar, áður en dómur er felldur í máli. i þessu efni skal eitt yfir alla ganga. Viðurlög. Hver sá, sem telur, að blaðamaður hafi brotið framangreindar reglur, og á hagsmuna að gæta í málinu, getur kært meint brot til Siðareglunefndar Blaðamannafélags íslands. Nefndin skal taka kæruna fyrir á fundi innan viku og kveða upp rökstuddan úrskurð svo fljótt sem kostur er á, að lokinni nauð- synlegri gagnasöfnun og athugun. Úrskurð Siðareglunefndar, ásamt rökstuðningi, skal birta í félagsbréfi B.I. og verður honum ekki áfrýjað. Að öðru leyti er óheimilt að skýra frá málum sem þessum opinberlega. Telji stjórn B.Í., að felldum úrskurði Siðareglunefndar, að brot blaðamanns á siðareglunum ætti að varða brottvísun úr félaginu um sinn eða fyrir fullt og allt, skal hún bera brottvísunartillöguna undir félagsfund. Samþykkt félags- fundar verður ekki áfrýjað. 238
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.