Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 55

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 55
sérstaklega heimsóknum í dómstóla og til annarra lögfræðistofnana. Voru formaður og ritari framsögumenn á fundinum. Á síðari hádegisverðarfund- inum var rætt um utanferðir dómara sem lið í menntun þeirra. Voru formaður og Hrafn Bragason borgardómari þar framsögumenn og urðu víðtækar um- ræður um efnið. Skýrði stjórnin þar m.a. frá hugmyndum um dómaraheim- sókn til Danmerkur og Suður-Svíþjóðar í tengslum við norrænt lögfræðinga- þing í ágúst á næsta ári og um undirþúning að þeirri heimsókn. Þá var haldið eitt málþing hinn 7. júní í félagsheimilinu Fólkvangi á Kjalar- nesi. Fjallaði það um starfshætti, starfsskilyrði, starfsþjálfun, menntun og endurmenntun dómara. Framsögumenn um einstaka þætti viðfangsefnis voru Garðar Gíslason, borgardómari, sem ræddi um dómhús í Reykjavík. Stein- grímur Gautur Kristjánsson, borgardómari, er fjallaði um aðbúnað að dóm- stólum landsins, Haraldur Henrýsson, sakadómari, um starfsþjálfun dómara og hreyfanleika í störfum, Már Pétursson, héraðsdómari, um menntun og endurmenntun dómara og Friðgeir Björnsson, borgardómari, um skipun í dómaraembætti og skilyrði til að gegna þeim. Tókst þetta málþing ágætlega í hvívetna, og urðu fjörugar umræður um marga þætti þess. Æskilegt hefði verið að gefa út í fjölriti erindi þessi, en til þess skortir félagið fjárhagslegt bolmagn. IV. HÚSNÆÐI FYRIR DÓMARAFÉLAGIÐ. Stjórn félagsins ákvað á starfsárinu, að félagið gerðist aðili að kaupum á húsnæði að Lágmúla 7 í samlögum við Bandalag háskólamanna og ýmis félög lögfræðinga. Var ritara félagsins falið að taka sæti fyrir hönd félagsins í hússtjórn. Ekki orkar tvímælis, að mjög er mikilvægt að félagið geti tryggt sér til frambúðar athvarf fyrir stjórnarfundi, nefndarfundi o.fl., svo og geymslu fyrir gögn félagsins. Auk þess fær félagið aðgang að ýmissi þjónustu á þeirri hæð, sem B.H.M. festir kaup á. Taldi stjórnin tilboðið hagkvæmt og við- ráðanlegt fyrir félagið. Hér er um nokkra fjárhagsbyrði að ræða, og vera má, að félagsgjöld hækki nokkuð næstu árin vegna þessarar fjárfestingar. Tekið skal fram, að herbergi það, sem D.l. hefir haft á leigu hjá B.H.M., að Hverfis- götu 26, hefir komið að miklum notum fyrir stjórn félagsins. Kaupin að Lág- múla 7 eru nánast fólgin í hlutdeild í einu herbergi, þar sem m.a. Dómara- félag Reykjavíkur o.fl. lögfræðingafélög eru einnig aðili að. V. VIÐRÆÐUR VIÐ DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Stjórn félagsins hefir átt vinsamlegar viðræður við dómsmálaráðherra Friðjón Þórðarson m.a. um ýmis erindi, sem félagið hefir sent ráðuneytinu að undanförnu. Meðal þeirra erinda eru þessi: 1. Um endurmenntun dómara, fjárframlög hins opinbera til námskeiðahalds, málþinga, heimboð erlendra fyrirlesara og heimsókn dómara til erlendra dómstóla o.fl. 2. Um bætta aðbúð að dómstólum, húsnæðismál dómstóla, aukinn tækja- kost, tölvutækni í þágu dómstóla o.fl. 3. Um aukinn sveigjanleik í dómsstörfum og greiðari leiðir fyrir menn til að skipta um störf innan dómkerfisins eða í tengslum við það. 4. Um nýjar reglur um veitingu dómaraembætta. 5. Um nauðsynina á því, að taka hið allra fyrsta afstöðu til þess, hversu 249
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.