Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 25
atriði, sem hér eru talin, myndu almennt falla undir bótaliðinn óþæg-
indi („olágenheter"). Hins vegar getur „men“ eins og áður segir
einnig að nokkru tekið til tjóns, sem er af fjárhagslegum toga spunn-
ið, t.d. það að tjónþoli þarfnast dáglegrar aðstoðar og umönnunar.
Hér verður eigi vikið frekar að því hvers konar tjón verði heimfært
undir „men“ eða „olágenheter“ eða mörkum þeirra á milli. Ekki verð-
ur heldur rætt um lýtabætur, sem nefndar eru sérstaklega í sænsku
lögunum, en ekki í þeim norsku. 1 báðum ríkjunum má dæma bætur
fyrir lýti.
I sænsku greinargerðinni (Prop. 1975:12, bls. 111) segir, að bætur
fyrir varanlegan miska hljóti að verða að verulegu leyti staðlaðar.
Bent er á, að í framkvæmd hafi verið farið mjög eftir töflum, sem
sænsku vátryggingafélögin hafi látið gera til notkunar við ákvörðun
miskabóta (Á þessa framkvæmd hefur Hæstiréttur Svíþjóðar fallist,
sjá Nordenson, Bengtsson og Strömbáck, bls. 182). 1 greinargerðinni
er og tekið fram, að læknisfræðilegt örorkustig geti skipt máli við
ákvörðun fjárhæðar miskabóta. Hins vegar er gert ráð fyrir frávikum
frá miskabótastaðli eftir ástæðum.
Efni hinna nýju ákvæða norskra og sænskra laga um bætur fyrir
ófjárhagslegt tjón er ekki eins frábrugðið íslenskum reglum og virð-
ist við fyrstu sýn. I Noregi er heimild til að dæma bætur fyrir tíma-
bundinn miska þó miklu þrengri en sænsku og íslensku lagaheimild-
irnar. Norsku og sænsku lögin eru að forminu til ólík íslenskum miska-
bótareglum, einkum að því er varðar hugtakið varanlegt „men“, og
sænsku lögin að því er varðar bætur fyrir „olágenheter“ (Síðastgreind-
ar bætur geta einnig tekið til fjártjóns, eins og áður segir). Heim-
ildin í 264. gr. hgl. nr. 19/1940 til að dæma miskabætur vegna líkams-
spjalla er svo rúm, að skv. henni má dæma bætur fyrir allt ófjárhagslegt
tjón, sem fellur undir hugtökin „men“ og „olágenheter". Norsku og
sænsku reglurnar um að leggja fjárhagslega örorku til grundvallar
bótum fyrir tekjutap valda því að miskabætur skipta miklu meira
máli en áður var. Bætur fyrir varanlega örorku, er mönnum var tamt
að líta eingöngu á sem bætur fyrir fjárhagslegt tjón, færast nú að
verulegu leyti yfir á annan bótalið, „men“. Segja má, að meginmun-
urinn á norsku og sænsku reglunum og hinum íslensku sé sá, að með
hinum fyrrnefndu er stefnt að því að greina bætur fyrir varanlegt
ófjárhagslegt tjón betur frá bótum fyrir tekjutap en tíðkast hefur
víðast hvar á Norðurlöndum.
219