Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 27
Segja má, að sænsku skaðabótalögin haggi ekki þeirri grundvallar-
reglu 25. gr. vátryggingarsamningalaga, að það hafi engin áhrif á
kröfur vátryggðs tjónþola á hendur skaðabótaskyldum aðila, að hann
hafi fengið bætur úr summutryggingu (þ.e. líf-, slysa- eða sjúkra-
tryggingu). Á hinn bóginn fela norsku lögin í sér formlega heimild
til að víkja frá grundvallarreglunni um summutryggingar, en í 2.
málslið 3. mgr. 3-1 gr. laganna segir, að við ákvörðun skaðabótafjár-
hæðar megi taka tillit til bóta frá vátryggingum almennt, þ.e.a.s. vá-
tryggingum, sem ekki eru kostaðar af skaðabótaskyldum vinnuveit-
anda.
Meðal röksemda, er liggja til grundvallar frádrætti bóta, sem trygg-
ingaraðilar greiða tjónþola, er, að greiðslubyrði hins skaðabótaskylda
verður minni, án þess að réttmætir hagsmunir tjónþola séu skertir.
Þetta er í samræmi við þá stefnu, að æskilegra sé að leysa þörf manna
fyrir bætur vegna líkamsmeiðsla með tryggingarúrræðum en skaða-
bótarétti. Frádráttur tryggingarbóta hefur einnig þann kost, að hon-
um er ætlað að koma í veg fyrir það, að tjónþoli fái hærri bætur en
með þarf til þess að bæta tjón það, sem hann hefur orðið fyrir.
Deila má um, hvort nægilega langt hefur verið gengið í þá átt að
gera ýmis konar tryggingarbætur frádráttarbærar, en sú spurning
tengist endurskoðun 25. gr. norrænu vátryggingarsamningalaganna,
sem mjög hefur dregist á langinn.
3.6. Endurkröfuréttur
Náið samband er á milli reglna um endurkröfurétt og spui'ningar-
innar um, hvort draga beri frá skaðabótakröfu bætur, sem tjónþoli
fær frá þriðja aðila. Áður var vikið að því, að frádráttur tryggingar-
bóta frá skaðabótakröfu við uppgjör milli tjónþola og tjónvalds sam-
ræmdist þeirri skoðun, að tryggingar væru æskilegra bótaúrræði en
skaðabótaréttur. Afnám endurkröfuréttar eða takmörkun á honum
er einnig í þessum anda. Endurkröfuréttur vátryggingafélaga og al-
mannatrygginga gagnvart skaðabótaskyldum aðilum hefur mjög ver-
ið á undanhaldi í norrænni löggjöf. Það hefur m.a. verið talið mæla
gegn endurkröfurétti, að í framkvæmd hafi hann sáralítið fjárhags-
legt gildi fyrir tryggingaraðila og einnig séu varnaðaráhrif hans hverf-
andi. Meginstefna norskra og sænskra laga er sú, að því er varðar
líkamstjón, að vátryggingafélög og almannatryggingar eiga ekki end-
urkröfurétt og tjónþolar verða að sæta frádrætti í uppgjöri við hinn
skaðabótaskylda.
221