Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Síða 13
framtíð og útgjöld, er telja megi að stofnast muni sökum slyss. Bætur fyrir þegar orðið tekjutap og missi framtíðartekna skal tiltaka sitt í hvoru lagi, og skal taka tillit til kosta tjónþola til að afla sér tekna af vinnu, sem sanngjarnt er að ætlast til af honum með hliðsjón af hæfileikum hans, menntun, reynslu, aldri og tækifærum til endur- hæfingar. Vinnuframlag við heimilisstörf skal metið til jafns við pen- ingatekj ur. 1 3. mgr. 3-1 gr. segir, að við ákvörðun bótafjárhæðar skuli draga frá greiðslur frá almannatryggingum, greiðslur úr lífeyrissjóðum skv. vinnusamningum o.þ.h. og vátryggingarbætur, sem skaðabótaskyldur vinnuveitandi hefur kostað. Ennfremur má taka tillit til annars kon- ar vátryggingarbóta, annars verulegs fjárhagslegs stuðnings, er tjón- þoli hefur fengið eða á í vændum vegna slyssins og annarra atvika. 1.3. Bætur fyrir varanlegan miska (,,men“) Eftir 3-2 gr. laganna skal greiða sérstakar miskabætur („mener- statning“), ef tjónþoli hefur hlotið varanlegt og verulegt líkamstjón. Bæturnar skal ákveða með hliðsjón af mati lækna á líkamsspjöllum („menets medisinske art og storrelse") og áhrifum þeirra á lífs- ánægju („livsutfoldelse") tjónþola. 1.4. Bætur vegna dauða 3-4. gr. laganna varðar bætur vegna andláts. Sá eða þeir, er nutu að einhverju leyti framfærslu hins látna eiga rétt á bótum fyrir missi framfæranda. Einnig má dæma skaðabætur til manns, sem ekki var á framfæri hins látna, ef gera má ráð fyrir, að hann hefði notið fram- færslu hans í náinni framtíð, ef andlátið hefði ekki borið að höndum. I 3-4 gr. eru nánari fyrirmæli um ákvörðun bótafjárhæðar fyrir missi framfæranda og frádrátt bóta, sem tjónþoli hefur fengið frá þriðjamanni. Loks segir í 3-4 gr„ að bæta skuli venjulegan útfararkostnað og annan kostnað vegna andláts. 1.5. Bætur (fégjald) fyrir ófjárhagslegt tjón 3-5 gr. mælir svo fyrir að dæma megi þann, er af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veldur spjöllum á líkama manns eða brýtur gegn persónu manna á þann hátt, sem lýst er í nánar tilteknum ákvæðum hegningarlaga, til að greiða þeim, sem misgert er við, bætur í einu lagi fyrir hneisu og þjáningar og annað ófjárhagslegt tjón. Bætur þessar má dæma án tillits til, hvort bætur eru dæmdar fyrir varan- 207

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.