Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Page 52
Frá Lögfræöingafélagi íslands FUNDUR NORRÆNU LÖGFRÆÐINGA- SAMTAKANNA í REYKJAVÍK Dagana 25. og 26. ágúst 1980 var haldinn í Lögbergi í Reykjavík hinn ár- legi fundur starfsmanna norrænu lögfræðingasamtakanna. Svíar höfðu á hendi formlegt forræði mótsins, en islendingar, sem ekki eru beinir aðilar þessa samstarfs, tóku að sér að sjá um móttökur og margs konar framkvæmd- aratriði. Hins vegar munu Svíar að fullu sjá um ársfundinn þar í landi 1981. Þátttakendur voru að þessu sinni fjórtán talsins, fjórir frá Danmörku, tveir frá Noregi, fjórir frá Svíþjóð og einn frá Finnlandi. Af íslands hálfu sátu fundinn þau Guðríður Þorsteinsdóttir, Hjalti Zóphóníasson og Pétur Kr. Hafstein. Af hálfu Lögfræðingafélags islands var varaformaður þess, Guðmundur Vignir Jósefsson, á hinn bóginn í fyrirsvari, og setti hann mótið í upphafi og bauð menn heila hingað komna. í byrjun fundar voru fluttar skýrslur um starfsemi allra lögfræðingasamtak- anna á liðnu ári og árangur hennar veginn og metinn. Guðríður Þorsteinsdóttir lýsti nokkrum helztu samtökum islenzkra lögfræðinga, Lögfræðingafélagi ís- lands, Lögmannafélagi íslands og Stéttarfélagi lögfræðinga í ríkisþjónustu, og veitti nokkra innsýn í launakjör lögfræðinga á íslandi og árangur Banda- lags háskólamanna á því sviði. Á dagskrá fundarins voru mál, er snerta hagsmuni og kjör háskólamennt- aðra manna á Norðurlöndum. Þarna var fjallað um trúnaðarmannakerfi sam- taka sem þessara, uppbyggingu þeirra og upplýsingamiðlun. Þá var rætt um þá erfiðleika, sem nýútskrifaðir kandidatar eiga einlægt í með að fá atvinnu við sitt hæfi og hvaða úrræði væru fyrir hendi til liðsinnis. Til umræðu voru tekin kjaramál háskólamanna á breiðum grundvelii og meðal annars rætt um stöðu faglegra samtaka þeirra og þann vanda, sem skapazt hefur vegna launamismunar í opinberri þjónustu. Reykjavíkurborg bauð ráðstefnugestum til hádegisverðar í Höfða fyrri fundardaginn. Þar var Gunnlaugur Pétursson, borgarritari, í fyrirsvari og fræddi um sögu hins merka húss. Síðdegis hafði Guðmundur Vignir Jósefs- son góðan fagnað inni á heimili sínu. Að mótslokum síðari daginn var farið í skoðunarferð um Reykjavík, sem skartaði sínu fegursta. Dómsmálaráðherra bauð að því loknu hinum norrænu gestum og nokkrum islendingum til kvöld- verðar í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. í fjarveru ráðherrans tóku þau 246

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.