Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Blaðsíða 56
dómstólum verði skipað til frambúðar, þ.á m., hvort lögfest verði nýtt
dómstig og um nauðsyn á fjölgun dómara.
6. Um að D.í. verði veittur kostur á að tilnefna fulltrúa í fastanefndir Dóms-
málaráðuneytis, þ.á m. um hegningarlöggjöf og réttarfarsmálefni.
Eru þessi mál nú til athugunar í ráðuneytinu.
VI. UMSAGNIR UM LAGAFRUMVÖRP.
Býsna margar beiðnir hafa borist um umsagnir um lagafrumvörp. Hefir
verið reynt að semja umsagnir um flest frv., er borist hafa stjórninni. Þó var
sumum umsögnum frestað, þar eð sýnt þótti, að viðkomandi frv. kæmi ekki
til meðferðar í þinginu. Er það mikið starf hjá félaginu að sinna beiðnum um
umsagnir.
VII. TENGSL VIÐ ERLEND DÓMARAFÉLÖG.
Félaginu barst boð frá norska dómarafélaginu um að senda fulltrúa á aðal-
fund félagsins í Bergen í júní. Eigi þótti gerlegt að þekkjast boðið kostnað-
arins vegna. Hins vegar sat formaður D.i. aðalfund danska dómarafélagsins
í Álaborg 3. og 4. okt. s.l. Er það í fyrsta skipíi, sem fulltrúi D.í. situr aðal-
fund þess félags, og var fulltrúanum mjög vel tekið. Er vissulega æskilegt,
að D.í. gæti sent fulltrúa á aðalfund norrænu dómarafélaganna a.m.k. öðru
hverju. Mun þetta vera í annað skipti, sem félagið á fulltrúa á aðalfundi
norræns dómarafélags, en fyrir nokkrum árum sat þáverandi formaður félags-
ins aðalfund norska dómarafélagsins.
Aðalfund D.í. að þessu sinni sækir formaður danska dómarafélagsins,
Svend Aage Christensen, dómari í Ringköbing, og er það í fyrsta skipti, sem
fulltrúi norræns dómarafélags sækir aðalfund félagsins, svo kunnugt sé. Er
það vissulega fagnaðarefni. Jafnframt hefir forseti Hæstaréttar Finnlands,
dr. Curt Olsson sýnt félaginu þá sæmd að sitja aðalfund félagsins og flytja
erindi um nýjungar og endurbætur á finnskum réttarfarslögum.
Stjórn D.í. hefur fjallað allmikið um hugmyndir um norrænt dómaraþing,
en félagið setti upphaflega fram þá hugmynd í tengslum við norrænt lög-
fræðingaþing 1978. Sænska dómarafélagið hefir boðið fulltrúum úr stjórn-
um norrænu félaganna til fundar í Stokkhólmi næsta sumar, til þess að ræða
þessa hugmynd og framkvæmd hennar. Hefur formaður D.i. nýlega átt við-
ræður um þetta mál við formann sænska dómarafélagsins og lýst eindregn-
um stuðningi stjórnar D.í. við þá málsmeðferð, sem fyrirhuguð er af hendi
sænska dómarafélagsins.
Stjórn D.í. hefur haldið áfram sambandi við American Judges’ Association,
en það félag skipulagði að nokkru leyti dómaraheimsóknina á s.l. ári til
Bandaríkjanna. Þá er fyrirhugað að ná sambandi við dómarafélög í Þýzka-
landi, Englandi og Skotlandi. Er æskilegt af mörgum ástæðum, að ná sam-
bandi við erlend dómarafélög, þ.á m. vegna heimsókna ísl. dómara til er-
lendra dómstóla og svo í því skyni að fylgjast með því, hvað efst er á baugi
hjá félögunum og fræðast gegnum þau um nýjungar í löggjöf, ekki síst á
réttarfarssviði.
Stjórn D.i. leggur tillögu fyrir aðalfund þess efnis, að stjórninni sé heim-
ilað að leita eftir því, að D.i. gerist aðili að alþjóðlega dómarasambandinu,
250