Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 39

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1980, Side 39
fjölmiðla, sem oft getur tekið á sig mynd óréttmætrar gagnrýni. Þá lítur almenningur sjálfsagt allt öðrum augum á dómarastörf en dóm- arar sjálfir. Almenningur ruglar eðlilega saman störfum dómara og störfum framkvæmdarvaldshafa, enda eru þessi störf oft á einni hendi. Hugsanlega verður aðskilnaður Rannsóknarlögreglu og Saka- dóms metinn sem eitt af stærri framfarasporum til aukinna mannrétt- inda á þessari öld, þegar fram í sækir. Fjölmiðlar börðust ekki bein- línis fyrir þeirri breytingu, en umfjöllun um ákveðin sakamál átti a.m.k. sinn þátt í að flýta henni. Næsta stóra framfaraskref til auk- inna mannréttinda er auðvitað aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdar- valds við héraðsdómstólaembættin. Sumir dómarar sakna næstum því þeirrar dómsmálaumræðu, sem hér fór fram fyrir nokkrum árum, þó að hún lenti oft á villigötum. Söknuðurinn stafar auðvitað af því, að hér á landi virðist ekkert gerast nema fjölmiðlarnir séu með málefni milli tannanna, ef svo má að orði komast. Auðvitað má setja umfjöllun blaða og annarra fjölmiðla sérstakan lagaramma, þ.á m. mætti setja í lög, hvernig fjalla eigi um dómstóla og málefni þeirra. Hætt er við, að þetta þætti bera keim ritskoðunar, og skal þeirri leið ekki mæld bót hér. Refsilög, prentlög og önnur laga- setning mun auðvitað setja frásögn fjölmiðla einhver mörk. Hér verð- ur ekki um þá löggjöf fjallað enda efni í heilt erindi. Má í heild vitna til bókar dr. Gunnars Thoroddsen, Fjölmæli, um þetta efni. Hér er hins vegar rétt að benda á siðareglur blaðamanna, sem sam- þykktar voru á framhaldsaðalfundi blaðamannafélagsins 1965 og hafa verið óbreyttar síðan. Félagið kýs á aðalfundi hverjum þrjá menn í siðanefnd. 1 nefndinni sitja nú Bjarni Sigurðsson lektor, Vilhelm Kristinsson fyrrverandi blaðamaður og Gísli J. Ástþórsson blaðamað- ur. í þessum reglum er leitast við að skapa staðla fyrir skrif blaða- manna. Islensku reglurnar eru mjög almenns eðlis. Viðurlög eru birt- ing úrskurðar í Félagstíðindum og brottvísun úr féláginu, séu sakir miklar. Hér verður þeirri skoðun haldið fram, að blaðamenn séu hér á réttri leið, en séu íslensku reglurnar bornar saman við reglur annars staðar, má sjá, að þær mættu vera til muna ítarlegri. Það er eðlilegra, að þeir sem á fjölmiðlun starfa haldi uppi almennum aga innan stétt- arinnar, en kostur fjölmiðla sé þrengdur með heildarlögum. Fjölmiðla- fólk verður svo auðvitað að vera selt undir sömu lög og aðrir. Þeir eiga ekki að njóta sérréttinda. Við getum velt fyrir okkur þeirri aðstöðu, sem dómari getur lent í gagnvart blaðamanni í dómsal. Sama aðstaða getur auðvitað einnig komið upp gagnvart manni, sem ekki er blaðamaður. Hér verður látið 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.