Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 5

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 5
MITAWpiT* Hitaveitunni hleypt á IMHVCMn kerfið og ísundlaugina. Alexander Abronov frá UTRF-Company og Guðmundur Björnsson og Bogi Þórðarson frá Verkfræðistofunni Hnit. smiðjuskipum þeirra til þess að kenna þeim gæðaeftirlit og ýmiss konar vinnubrögð við vinnslu aflans. Þá höf- um við hjálpað þeim við sölu á fiskaf- urðum, bæði tii Evrópu og Bandaríkj- anna. Tamara gerir út eitt línuskip sem fyrirtækið hefur á leigu. Síðan eiga bæði Tamara og ísbú aöild að út- gerð krabbaskipa." Hitaveita fyrir milljón dollara „Þessu til viðbótar tengjumst við svo verktakaiðnaðinum á Kamtsjatka. ísbú hafði milligöngu í fyrra um að hafin var virkjun jarðhita. Við fengum til liðs við okkur íslenska verkfræði- stofu og lögðum hitaveitu sem ég held ab sé hin fyrsta sem íslendingar leggja erlendis. Þetta er lítil hitaveita, en upplagt verkefni fyrir okkur til þess að byrja á. Heildarkostnaður verksins var rösklega milljón dollarar. Meðan á lagningu hitaveitunnar stóð voru um fimmtán íslendingar að störfum á okkar vegum á Kamtsjatka, bæbi við hitaveituna og verkefni sem lúta að sjávarútvegi. Eg bind vonir við ab framhald verði á þessari verktakastarf- semi okkar þar eystra." Vörur og þjónusta fyrir 400 milljónir Hve umfangsmikil er starfsemi ykkar þama efá heildina er litið, til dœmis á nýliðnu ári? „Segja má að á síðasta ári hafi ís- lendingar fyrir okkar milligöngu selt vörur og þjónustu til Kamtsjatka fyrir um 5,5 milljónir dollara, eða um 400 milljónir króna." r | IfPCQÍN Línuskip á vegum Tamara U I \3 tnU Ltd. Vinnslukerfi og full- komið Mustang-línukerfi um borð eru í gámum. Nóttúruparadís Kamtsjatka er langt í burtu og fram- andi okkur íslendingum. Hvernig er þetta landsvœði? „Kamtsjatka er að mínum dómi náttúruparadís. Héraðið er skagi og flatarmál hans er um þab bil sjö sinn- um meira en flatarmál íslands. íbúa- fjöldinn er um hálf milljón. Þar af búa um 280 þúsund í höfuðborginni og um fimmtíu þúsund í nálægum bæ. Meirihlutinn býr því á höfuðborgar- svæðinu. Síðan eru minni bæir víðs vegar um skagann." Veiöa ómóta mikið og íslendingar „Fiskveibar eru aðalatvinnuvegur- inn á Kamtsjatka og þeir fiska ámóta og við, eba 1,3 til 1,5 milljónir tonna á ári. Hins vegar nemur heildarfiskafl- inn innan 200 mílna markanna við Kamtsjatka um 2,2 milljónum tonna og það eru skip frá Vladivostok og öðrum héruðum Rússlands sem veiða mismuninn. Eftir að héruðin I Rúss- Iandi fengu aukið sjálfstæbi snýst bar- átta Kamtsjatkabúa um að fá allan þennan afla fyrir sig, eba að minnsta kosti stærri hlutdeild í því sem aörir veiða við skagann." Mikiö af vannýttum fisktegundum „Hins vegar er á miöunum við Kamtsjatka mikið af vannýttum fisk- tegundum. Til dæmis nýta þeir ekki rækjuna nema ab mjög litlu leyti. Þeir veiddu um 35 þúsund tonn af rækju fyrir stríð, en nú eru þar einungis veidd nokkur hundruð tonn. Það eru Ávísanir eru ekki notaðar og því er þörf á miklu reiðufé. Nú samsvarar 1 USD um 1200 rúblum (markaðsgengi í Janúar). Japanir sem sjá um þessar veiðar sam- kvæmt sérstöku samkomulagi og þetta er risarækja sem þeir eru að fá. Kamtsjatkamenn hafa mikinn áhuga á ab hefja rækjuveiðar sjálfir og við hjá Tamara Ltd. erum ab vinna í þeim málum núna." Loðna í haugum í fjörunni „Önnur vannýtt fisktegund er loðna. Fiskifræbingar mæla með því ab veidd séu um hundrað þúsund tonn, en sjómenn álíta hins vegar að unnt sé að fiska miklu meira. Lobnan er á aust-norður svæðinu. Ég fór eitt sinn um þetta svæbi á báti og þá var svo mikið af vaöandi loðnu þarna að báturinn stöðvaðist í lobnutorfunum og komst ekki áfram. Þá voru margir tugir kílómetra af ströndinni þaktir lobnu sem gengið hafði á land í haug- um. Fuglinn át svo mikið þarna að hann gat varla flogið undan bílnum þegar við ókum eftir ströndinni. Fyrir utan var svo hvalurinn blásandi. Þetta var ótrúleg sjón og ég hef aldrei upp- lifað nokkuð því líkt. Mabur var bók- staflega bergnuminn." Landgrunniö friðað fyrir togskipum „Loðnan er sem sé vannýtt og rækj- an einnig. Síðan hafa þeir þá reglu að enginn togari má fiska nær landi en fimmtíu mílur. Landgrunnið er þar af ieiðandi friðað fyrir togskipum. Það eru því einungis línuskip og dragnóta- bátar sem mega veiða innan fimmtíu mílnanna og dragnótabátarnir geta aðeins verið á mjög afmörkuðum ÆGIR JANÚAR 1994 5

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.