Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 19

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 19
framleiöenda, óskar eftir lausn frá störfum frá og með áramótum. ■ 19. HÓLANESI VEITT GREIÐSLUSTÖÐVUN. Hólanesi hf. á Skagaströnd veitt heimild til greiðslu- stöðvunar í þrjá mánuði. ■ 21. HJÁLMUR HÆTTIR FISK- VINNSLU. Stjórn Hjálms hf. á Flat- eyri ákvebur að hætta fiskvinnslu svo fljótt sem auðiö sé. ■ 22. BORGEY í NAUÐASAMN- INGA. Héraðsdómarinn á Austur- landi veitir Borgey hf. á Höfn heim- ild til að leita nauðasamninga. ■ 22. ÍSLENSK SKIP Á SVAL- BARÐASVÆÐINU. Þrjú íslensk skip að veiðum á fiskverndarsvæði Norð- manna vib Svalbarða. Norðmenn hóta hörðu. íslenska ríkisstjómin beinir þeim tilmæium til útgerða og skipstjóra skipanna að þau veröi látin hætta veiðum. ■ 23. SVALBARÐASKIPIN HEIM. íslensku skipin við Svalbarða halda heim. Útgerðarmenn þeirra gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir linkind í mál- inu gagnvart Norbmönnum. ■ 23. NÝR FRAMKVÆMDASTJÓRI SÍF. Gunnar Örn Kristjánsson, lög- giltur endurskobandi, rábinn fram- kvæmdastjóri SÍF frá áramótum. ■ 26. HAFÖRN FÆR GREIÐSLU- STÖÐVUN. Haferni hf. á Akranesi veitt heimild til greiðslustöbvunar í þrjár vikur, en fyrirtækið á í miklum rekstrarerfibleikum. ■ 27. GUÐJÓN ARNAR ENDUR- KJÖRINN. Guðjón Arnar Kristjáns- son endurkjörinn forseti Farmanna- og fiskimannasambands íslands. DESEMBER ■ 3. KAMBUR LEIGIR AF HJÁLMI. Kambur hf. á Flateyri tekur á leigu til þriggja mánaða hluta af húsnæði fiskvinnslu Hjálms hf. á staðnum. ■ 7. NÍU ÞÚSUND TONN ÚR SMUGUNNI. Þorskaflinn í Smugunni er orðinn um 9 þúsund tonn. Þessi afli veldur því að viðskiptajöfnuður- inn batnar um 400 milljónir króna. ■ 8. FÆRANLEGT FRYSTIHÚS. Fyr- irtækið IceMac sendir til Rússlands fullbúið færanlegt frystihús, ísverk- smiðju og hráefnisgeymslur, hið eina sinnar tegundar í veröldinni. ■ 9. INGI TIL ROSTOCK. Ingi Björnsson, framkvæmdastjóri Fjórb- ungssjúkrahússins á Akureyri, ráðinn framkvæmdastjóri útgerðarfyrirtækis- ins Mecklenburger Hochseefischerei í Rostock í Þýskalandi. ■ 10. SJÓMLENN BOÐA VERK- FALL. Vélstjórafélag íslands, Far- manna- og fiskimannasamband ís- lands og Sjómannasamband íslands boða til verkfalls á fiskiskipaflotanum frá og með miðnætti 1. janúar. ■ 14. NÝR ANDVARI. Andvari, sem Jóhann Halldórsson í Vestmannaeyj- um keypti frá Grænlandi, kemur til heimahafnar. Hann kemur í stað Andvara VE-100 sem sökk í vor. ■ 17. BALDUR TIL DALVÍKUR. Nýr rækjutogari, Baldur EA-108, kemur til Dalvíkur. Togarinn var keyptur á Grænlandi og kemur í stað skips með sama nafni sem selt var til Nýja-Sjálands. ■ 20. SLITNAR UPP ÚR. Samninga- viðræður sjómanna og útvegsmanna sigla í strand hjá sáttasemjara ríkisins. ■ 29. SR-MJÖL SELT. 21 útgerðar- fyrirtæki og fjögur fjármálafyrirtæki kaupa SR-mjöl af ríkinu fyrir 725 milljónir króna. TEIKNINGAR EFTIR GUNNAR JÚLlUSSON SAMÁBYRGÐ ÍSLANDS Á FISKISKIPUM LÁGMÚLA 9, 128 Reykjavík. Pósthólf 8320 Sími 681400, Telefax 814645, Samins IS. SAMÁBYRGÐIN tekst á hendur eftirfarandi: Fyrir útgerðarmenn: Skipatryggingar, Ábyrgöartryggingarútgeröarmanna, Slysa- tryggingar sjómanna, Farangurstryggingar skipshafna, Afla- og veiðarfæratryggingar, Endurtryggingar fiskiskipa undir 100 rúmlestum. Skrifstofa Samábyrgðarinnar og eftirtaldir umboðsmenn vorir veita allar nauðsynlegar upplýsingar varð- andi tryggingar þessar og taka á móti tryggingarbeiðnum: • Vélbátaábyrgðarfélagið Grótta, Reykjavík • Vélbátatrygging Eyjafjarðar, Akureyri • Bátatrygging Breiðafjarðar, Stykkishólmi • Skipatrygging Austfjarða, Höfn Hornafirði • Vélbátaábyrgðarfélag ísfirðinga, ísafirði • Vélbátatrygging Reykjaness, Keflavík. ÆGIR JANÚAR 1994 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.