Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 11

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 11
ISLENSK FRAMLEIÐSLA UNDIR MERKJUM HEMPELS Málningarverksmiöja Slippféiagsins hefur nú hætt fram- leiðslu á botnmálningu fyrir skip sem inniheldur tin. Sam- kvæmt nýlegri reglugerö er bannaö aö nota slíka málningu á skip undir 25 metrum vegna skaölegra áhrifa tins á lífríki hafsins. Slippfélagiö ákvaö hins vegar aö hætta meö öllu aö nota tin og notar nú koparblöndu í málninguna í staöinn. Slippfélagið með framleiðslurétt frá Hempels Slippfélagib hefur einkarétt á fram- leiðslu Hempels skipamálningar hér á landi. Hempels er danskt fyrirtæki, með aðalstöðvar í Kaupmannahöfn. Málning Hempels eru hins vegar framleidd í 27 löndum heims. Máln- ingarverksmiðja Slippfélagsins er önn- ur tveggja verksmiðja í heiminum sem hefur framleiðslurétt á málningu Hempels. Allar aðrar verksmiðjur sem framleiða Hempelsmálningu eru í eigu Hempels sjálfs. Með elstu fyrirtœkjum landsins Viðskipti Hempels og Slippfélagsins byggja á gömlum grunni. Slippfélagið er með elstu fyrirtækjum sem starfa í landinu, en það var stofnað skömmu eftir síðustu aldamót. Hempels-fyrir- tækið er nokkru yngra, en samstarf þeirra hefur staðið áratugum saman. Siippfélagið reisti slippinn við Mýrar- götu, en í ársbyrjun 1989 seldi félagið Stálsmiðjunni hf. allar eignir sínar í vesturhöfninni og einbeitti sér að málningarframleiðslu í verksmiðju sinni við Dugguvog í Reykjavík. Mllljón lítrar á árl Málningarframleiðslan nemur um milljón lítrum á ári. Skipamálning er um fjörutíu prósent framleiðslunnar og eru framleiddir fimm flokkar skipa- málningar. Hilmir Hilmisson, fram- kvæmdastjóri Málningarverksmiðju Slippféiagsins, segir að sífellt færist í vöxt að útgerðarmenn láti sandblása skip sín og mála þau eftir sérstökum máiningarkerfum. Nýja málningin hafi þá eiginleika að ekki þurfi að mála nema annað hvert ár, í stað ár- lega eins og gert var fyrir fáum árum. Hempels rekur stórar rannsóknarstof- ur þar sem málningin er þróuð og fær Slippfélagið allar niðurstöður og nýj- ungar um leið og þær liggja fyrir. Taka með sér málninguna út Um fjörutíu manns starfa hjá Slipp- félaginu vib framleiðslu og sölu á málningu. Að sögn sölumannanna Þorgeirs Björnssonar og Harðar Bach- manns er aigengt að útgerðarmenn feli fyrirtækinu eftirlit með allri máln- ingarvinnu við skipin. Slippfélagið heldur nákvæmt bókhald yfir þau málningarkerfi sem notuð eru á hverju skipi fyrir sig og fylgist meb málningarvinnunni í samvinnu við slippana. Nokkuð er um að skip sem fara í slipp erlendis taki með sér máln- ingu héðan. Þegar Brúarfoss, stærsta skip íslenska flotans, var málaö í Þýskalandi í sumar var notuð íslensk Hempels-málning frá Málningarverk- smiðju Siippfélagsins á síður þess. Ennfremur sér fyrirtækið um máln- ingu á nýsmíðuð skip. Til að mynda tekur þab nú þátt í ab útbúa málning- arkerfi á Guðbjörgina nýju og Pétur Jónsson, sem eru í smíðum í Noregi, í samvinnu við Hempels-fyrirtækið þar í landi. Þjónusta og gœði Hilmir Hilmisson segir ab alþjóbleg einkunnarorð Hempels séu „service" og „quality", eba þjónusta og gæði, og þetta séu einnig kjörorð Slippfé- lagsins. Gæðaeftir- lit er strangt í verksmiðjunni. Til ab mynda eru sýn- ishorn af allri framleiðslu geymd í tvö ár auk þess sem sýni eru send reglulega til rann- sóknarstofu Hempels í Kaup- mannahöfn. Hann segir að Slippfélag- ib sé stolt af því að vera eitt tveggja fyrirtækja í heim- inum sem hlotið hafi einkaleyfi til framleiðslu á Hempels-málningum. Hér sé um rót- gróið samstarf að ræða og Slippfélags- menn verði stöðugt varir við það í samskiptum sínum vib Hempels að þar sé mikil virðing borin fyrir Slippfé- laginu, enda hafi samstarfið verið Iangt og gifturíkt. □ Höröur Bachmann sölumaður, Þorgeir Bjömsson sölumaður og Hilmir Hilmisson framkvcemdastjóri Slippfélagsins. ÆGIR JANÚAR 1994 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.