Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 16

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 16
JÚLÍ ■ 1. FYRSTA LOÐNAN. Hólmaborg og Gígja fá afla, fyrsta dag loönuveiö- anna, samtals liölega 2100 tonn. Afl- inn fékkst djúpt norö-austur af Langanesi. ■ 2. JÚPÍTER AUSTUR Á LAND. Nýtt hiutafélag, Skálar hf., kaupa loönuveiöiskipiö Júpíter RE-161 af þrotabúi Júpíters hf. Félagiö var i eigu Einars Guöfinnssonar hf. í Bolungar- vík og Hrólfs Gunnarssonar skip- stjóra. Skálar hf. er stofnað af Hrað- frystistöð Þórshafnar hf., Tanga hf. á Vopnafirði, Fiskiðjunni Bjargi hf. á Bakkafiröi, sveitarfélögum á svæðinu og fleiri aðilum. ■ 6. SH SELUR FYRIR MECKLEN- BURGER. Sölumiðstöö hraðfrystihús- anna og þýska útgeröarfyrirtækið Mecklenburger Hochseefischerei gera samning um aö SH taki allar afurðir hinna átta verksmiðjutogara fyrirtæk- isins í umboðssölu. ■ 9. HENTIFÁNASKIP LANDAR Á ÞÓRSHÖFN. Togarinn Zaandam, skráður í Dóminíska iýðveldinu, land- ar 120 tonnum af fiski á Þórshöfn. Fiskinn veiddi togarinn í Barentshafi. ■ 11. SNARFARI BURT FRÁ ÓLAFS- FIRÐI. Sædís hf. í Ólafsfirði hefur selt Verkafli hf. í Hafnarfirði Snarfara ÓF fyrir um 180 milljónir króna. Með skipinu fara úr bænum um 500 tonna þorskígildi. ■ 15. BORGEY VILL SELJA. Borgey hf. á Höfn í Hornafirði auglýsir togara sína og báta til sölu. Þetta er liður í margþættum aðgerðum fyrirtækisins til að lækka skuldir sínar um 800 milljónir króna. ■ 19. AFSLÁTTUR TIL VERK- SMIÐJA. Landsvirkjun ákveður að veita þeim fiskimjölsverksmiðjum sem kjósa að nota raforku í stað olíu 50% afslátt af raforkuverði fram til ársins 2000. ■ 20. FÖST FRIÐUNARSVÆÐI. Sjávarútvegsráðuneytið gefur út reglugerð um bann við veiðum á tíu föstum friðunarsvæðum við landið. Lokanirnar beinast einkum að verndun smáþorsks. Lokanir þessar eiga að koma í stað mikils fjölda skyndilokana sem gripið hefur verið til vegna smáfisks í afla. ■ 27. TILRAUNAVEIÐAR í BARENTSHAFI. Fyrirtækið Koli hf. stofnað um tilraunaveiðar í Barents- hafi. Að stofnuninni standa nokkur íslensk fyrirtæki og fjárfestar. Hafin er samvinna við tvö rússnesk fyrirtæki um veiðarnar. Vélbáturinn Jóhann Gíslason ÁR-42 verður sendur á til- raunaveiðar með dragnót næstu daga með íslenskri áhöfn. ■ 29. HANDBÓK UM VANNÝTTAR TEGUNDIR. Aflanýtingarnefnd sjáv- arútvegsráðuneytisins gefur út hand- bók um tuttugu vannýttar fiskteg- undir við ísland. ■ 1. SR-MJÖL TEKUR YFIR. Hlutafé- lagið SR-mjöl hf. tekur við rekstri Síldarverksmiðja ríkisins. Hlutafé fé- lagsins nemur 650 milljónum króna. ■ 12. FYRSTA SKIPIÐ í SMUGUNA. Akureyrin EA heldur til veiða í Smug- unni, fyrst íslenskra skipa. Talið er að fjöldi skipa sigli í kjölfarið næstu daga. Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra segir að veiðar íslendinga í Smugunni geti skaðað langtímahags- muni íslendinga í baráttu þeirra ásamt öðrum strandríkjum fyrir tak- mörkunum á veiðum á alþjóðlegum hafsvæðum. Norski sjávarútvegsráð- herrann líkir veiöum íslendinga við sjóræningjaveiðar. ■ 21. ÞURÍÐUR KAUPIR HÚSIN. Þuríður hf., hlutafélag einstaklinga í Bolungarvík, kaupir frystihús og rækjuvinnslu þrotabús Einars Guð- finnssonar hf. Fiskveiðasjóður hafði áður leyst eignirnar til sín eftir gjald- þrot EG. Kaupverðið var rúmar 120 milljónir króna. ■ 22. ÍGULKERAVINNSLA Á HVAMMSTANGA. Nýtt fyrirtæki, íg- ull hf., stofnað á Hvammstanga. Til- gangur félagsins er veiðar og verkun ígulkera. Rannsóknir benda til þess aö mikið sé af igulkerum í vestanverðum Húnaflóa. ■ 23. ALÞJÓÐLEG ÞORSKRÁÐ- STEFNA. Alþjóðleg ráðstefna um þorskinn á vegum Alþjóðahafrann- sóknarábsins hefst i Háskólabíói í Reykjavík. Hátt á þribja hundrað manns sækja ráðstefnuna. ■ 24. ÁRANGURSLAUSAR VIÐRÆÐUR UM SMUGUNA. Árang- urslausar viðræður Islendinga og Norðmanna um veiðar í Smugunni í Barentshafi fara fram í Stokkhólmi. ■ 25. VERKSMIÐJAN SELD. Gná hf. kaupir fiskmjölsverksmiðjuna í Bol- ungarvík sem Fiskveibasjóbur leysti til sín í kjölfar gjaldþrots EG hf. Kaup- verðið er 55 milljónir króna. ■ 27. RÚSSNESKUM TOGURUM BREYTT HÉRLENDIS. Fiskafurbir hf. ganga frá samningum um breytingar á þremur rússneskum togurum hér á landi. Verkib verður unnið af Stál- smibjunni hf. í Reykjavík. Fyrr á ár- inu var tveimur togurum sama út- 16 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.