Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 13

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 13
ur til samstarfs vi& fyrirtækib íslensk ígulker hf. sem starfað hefur í Stykk- ishólmi. Öll starfsemin verður flutt til Njarðvíkur á næstu dögum. ■ 5. ÚR EYJUM Á SEYÐISFJÖRÐ. Finnur H. Sigurgeirsson, framleiðslu- stjóri hjá ísfélagi Vestmannaeyja, ráðinn framkvæmdastjóri Fiskiðjunn- ar Dvergasteins hf. á Seyðisfirði. ■ 6. ELDEYJARBOÐI TIL SAND- GERÐIS. Barðinn hf. í Sandgerði kaupir línuskipið Eldeyjarboða af út- gerðarfélaginu Eldey í Keflavík ásamt 420 þorskígildistonnum og 1200 tonna síldarkvóta. Kaupverð er um 190 milljónir króna. ■ 8. STÓR OG FALLEG LOÐNA. Loðnufrysting hefst í Vestmannaeyj- um. Lobnan er stór og falleg og eru mörg ár síöan svo stór loðna hefur borist í frystingu. ■ 9. SINDRI TIL GRINDAVÍKUR. Þorbjörn hf. í Grindavík kaupir togarann Sindra af Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum ásamt 806 tonna kvóta, eba 569 þorskígildistonnum og fimmtíu tonna rækjukvóta. Kaup- verð Sindra ásamt veiðiheimildum er 222 milljónir króna. ■ 10. VEÐUR UM GERVITUNGL. Veðurspár frá frönsku veburstofunni sendar í fyrsta skipti til íslenskra skipa í gegnum Inmarsat gervitungla- kerfið. ■ 11.400TONNÍ EINUMTÚR. Frystitogarinn Ottó Wathne kemur til Seyðisfjarðar eftir fimmtíu daga úthald með 400 tonn af fiski, einkum grálúbu. Aflaverðmætið er á milli 65 og 70 milljónir króna sem er einhver mesti og verðmætasti afli sem komið hefur upp úr togara hér við land. ■ 12. EINAR ODDUR FORMAÐUR. Einar Oddur Kristjánsson kjörinn for- mabur samstarfsnefndar atvinnurek- enda í sjávarútvegi. Hann tekur við af Magnúsi Gunnarssyni, formanni VSÍ. ■ 15. EG ÓSKAR GJALDÞROTA- SKIPTA. Stjórn Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungarvík óskar eftir því við héraösdómara Vestfjarða að fyrirtæk- in EG og Hólar hf. verði tekin til gjaldþrotaskipta. 130 til 140 manns fara á atvinnuleysisskrá í Bolungarvík við gjaldþrotib. ■ 16. RÚSSAR í STARFSÞJÁLFUN. Þrír Rússar koma til landsins í starfs- þjálfun í sjávarútvegi. Þeir munu dveljast í þrjá mánuði á vegum ým- issa sjávarútvegsfyrirtækja við Eyja- fjörð og kynna sér flestar hlibar sjáv- arútvegsmála hérlendis. ■ 18. SEXTUGSAFMÆLI í HÓLM- INUM. Sjávarútvegsfyrirtækið Sig- urður Ágústsson hf. í Stykkishólmi sextíu ára. Fyrirtækið rekur elstu skelvinnslu landsins og er nú að setja upp fullkomna rækjuvinnslu. ■ 22. FYRSTI ÞJÓÐVERJINN TIL HAFNARFJARÐAR. Þýski togarinn Dresden landar sjötíu tonnum af ísfiski í Hafnarfirði. Þetta er í fyrsta sinn sem þýskur togari landar í Hafnarfirði. Aflinn er úr Barentshafi. ■ 23. VAKTAVINNA í FISKIÐJ- UNNI. Vaktavinna hefst í Fiskiðj- unni á Saubárkróki. Unnið er á tveimur vöktum. Svipab fyrirkomu- lag var prófað í fyrra og þótti gefast vel. MARS ■ 1. VÍÐTÆKT ÞORSKVEIÐIBANN. Sjávarútvegsráðherra ákveður að þorskveiðibann yfir páskana verði víðtækara en áður. Allar veiðar með þorskfisknetum verða bannaðar á tímabilinu frá 6. til 21. apríl. Einnig verða allar veiðar bannaðar innan ystu togveiðimarka á svæði fyrir Suð- urlandi og Vesturlandi, frá Stokksnes- vita vestur og norbur að Bjargtöng- um og allar veiðar á Suðvesturlandi á svæði sem nær verulega út fyrir ystu togveiðimörk. ■ 3. RALLIÐ HAFIÐ. Árlegt togara- rall Hafrannsóknastofnunar hefst. Fimm togarar taka þátt í rallinu sem stendur í tuttugu daga. ■ 9. LOÐNUKVÓTINN NÆST EKKI. Lobnuvertíð virðist vera að ljúka. Um 220 þúsund tonn eru eftir af loðnukvótanum en rúmlega 600 þúsund tonn af loðnu hafa borist á land á haust- og vetrarvertíbinni. ■ 10. ÓSVÖR STOFNUÐ í BOL- UNGARVÍK. Bobað hefur verið til stofnfundar nýs útgerðarfélags í Bol- ungarvík í kvöld. Félagið mun hljóta nafnið Ósvör hf. og veröur því ætlað að leita eftir leigusamningi og kaup- um á skipum, veiðiheimildum og öðrum eignum þrotabús Einars Guð- finnssonar hf. ■ 16. ÚA KAUPIR ÞÝSKT FYRIR- TÆKI. Útgerðarfélag Akureyringa hf. festir kaup á 60% hlut í þýska útgerð- arfyrirtækinu Mecklenburger Hoch- seefischerei í Rostock. Kaupverö hlut- arins er 240 milljónir króna. Fyrir- tækib gerir út átta úthafstogara. ■ 18. SALTFISKVERKUN Á STOKKSEYRI. Fiskeyri, nýtt fyrir- tæki, tekur til starfa á Stokkseyri. Fyr- irtækið hefur aösetur í frystihúsi Ár- ness hf. á staðnum. Ætlunin er að kaupa fisk á mörkuðum og verka í salt. ÆGIR JANÚAR 1994 13

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.