Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 22

Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 22
Með fingurinn á slagæð þjóðarinnar Miklar breytingar að verða á starfi Ingólfs Arnarsonar við öflun og úrvinnslu aflatalna Fiskifélagsins Um áramótin var trúnabarmannakerfi Fiskifélags íslands lagt af. Ingólfur Arnarson hefur haft umsjón meö aflatölum félagsins um árabil. Skipulag viö öflun og úrvinnslu aflatalnanna undir stjórn Ingólfs hefur vakið athygli, meöal annars erlendis, en þær þykja jafnan mjög nákvæmar og áreiðanlegar. Viðtal: Vilhelm G. Kristinsson. Tengdur sjónum fró fœöingu Ingólfur Arnarson fæddist 31. ágúst 1921 í Vestmannaeyjum. Eins og títt er um Vestmanneyinga var líf hans tengt sjónum nánast frá fæöingu. Ingólfur stundaði um skeið útgerð og fiskvinnslu í Vestmannaeyjum, en kunnastur er hann fyrir störf sín í þágu Útvegsbændafélags Vestmannaeyja. Auk þess sat hann í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, hafnarstjórn og vann að íþróttamálum. Ingólfur var fram- kvæmdastjóri Útvegsbændafélagsins í fimm ár, fram að eldgosinu 1973. Missti allt sitt undir hraun Ingólfur og kona hans misstu allar eigur sínar undir hraun í gosinu. Þau ákváðu að flytjast upp á fastalandið. Ingólfur var framkvæmdastjóri Útvegs- mannafélags Suðurnesja í fimm ár, eða þar til hann hóf störf hjá Fiskifélagi ís- lands í desember 1979. Hann var ekki ókunnugur starfi Fiskifélagsins því hann hafði um tíu ára skeið verið í stjórn og framkvæmdastjórn félagsins, auk þess sem hann var stjórnarmaður í aflatryggingasjóði sem rekinn var af Fiskifélaginu. Við spurðum Ingólf um störf hans hjá Fiskifélagi íslands. Söfnun og úrvinnsla talna „í upphafi var starfib fólgið í söfnun og úrvinnslu gagna urn útflutning sjávarafurða auk þess sem ég tók sam- an birgða- og framleiðsluskýrslur. Síb- ast en ekki síst sá ég um mánaðarlegar bráðabirgbatölur félagsins um fiskafl- ann. Eftir því sem umfang bráða- birgbatalnanna varð meira tóku abrir starfsmenn við útflutnings- og birgða- skýrslunum þannig aö ég einbeitti mér að bráðabirgðatölunum. Sem dæmi um hve umfang þeirra óx mikið má nefna að árið 1982 komu við sögu í þessum tölum 1479 fiskiskip, en árið 1992 voru þau 2110. Þetta segir sína sögu. Auk þess var farið jafnhliba í ab setja tölurnar upp þannig að þær sýndu stærra svið. Þannig var tekin upp teg- undaskipting aflans og eftir að kvóta- kerfib kom til sögunnar var sérstök áhersla lögð á kvótabundnar tegundir. Síðan var farið að taka hverja verstöð fyrir sig. Jafnhliða útgáfu á bráða- birgðatölunum hafa oftast flotib meb alls kyns upplýsingar sem starfsmenn félagsins hafa fundið á ýmsum sviðum. í sambandi við þessa útgáfustarf- semi er rétt að minna á að árið 1941 voru sett lög um útgerð og aflaskýrslur og þar var Fiskifélagiö skyldað til þess að safna gögnum um afla og jafnframt skyldað til þess að upplýsa einstaklinga og stofnanir um öll þessi mál." Trúnaðarmannakerfið Nú eni allir sammála um ad mjög vel hafi tekist til um söfnun og framsetningu þessa tainaefnis. Hvernig var staðið að þessu kerfi? „Fiskifélagið hafði trúnaðarmenn í hverri einustu verstöð landsins sem söfnuðu upplýsingum um aflann. Þá hafa verið starfandi í hverjum lands- fjórðungi sérstakir erindrekar sem hafa safnaö saman þessum upplýsingum í fjórðungunum, en skrifstofan hér í Reykjavík sá hins vegar um svæbið frá Vestmannaeyjum vestur um í Stykkis- hólm. Þab er alveg ljóst aö þessir trún- aðarmenn hafa verið einstakir heiðurs- menn því flestir þeirra störfuðu við þetta af áhuganum einum saman. Flestir unnu mjög vel og voru vel vak- andi." Bráðabirgðatölurnar nákvœmar „Félagib hefur ávallt kappkostað að bráðabirgðatölurnar væru sem ör- uggastar og kæmust sem næst því að vera eins og endanlegar tölur. Þetta hefur tekist furðuvel því breytingar em afskaplega litlar. Sem dæmi um þab má nefna að í þorskinum hefur mun- urinn leikið á 1,5 til 2 prósentum sem þær hafa verið lægri. Mér er kunnugt um að þessi starfsemi hefur vakið at- hygli meðal erlendra fiskveiöiþjóða. 22 ÆGIR JANÚAR 1994

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.