Ægir - 01.01.1994, Blaðsíða 6
/
UrtTr I Björn Agúst Jónsson, meö-
nUICL eigandi Jens í ísbúi, viö dyr
hótelsins Ozernovschi. Hótel á lands-
byggöinni eru mörg þessu lík.
prgTniQMI íslendingum var boöiö i
uCO I nlOlil skemmtiferö meö her-
þyrlu um Kamtsjatka-skagann. Ingólfur
Skúlason mundar vopn túristans.
I AIITADFCDn Haldiö upp á skrán-
LMU IMnrtnU ingu Tamara Ltd. 17.
júní 1993. Frá vinstri: Tamara forstjóri,
Chris sölustjóri, Lena túlkur, Ingólfur
meöeigandi og Valentina starfsmaöur.
svæðum vegna botnsins. Þarna eru því
stór svæði sem eru lítið könnuð.
Síðan er þarna sérstök þorsktegund
sem verður aldrei stærri en um 50
sentímetrar. Þeir veiða um tuttugu
þúsund tonn af honum á ári, en telja
sig geta veitt hundrað þúsund tonn. Þá
hafa þeir ekkert stundað grásleppu-
veiði, en grásleppan er einkum á norð-
ursvæðunum.
Hins vegar er Kyrrahafsufsinn þeirra
ofveiddur. Stórir flotar frá ýmsum
þjóðum ráðast á hann utan 200 mílna
markanna. Skipin hirba úr honum
hrognin, en restin fer í gúanó. Þetta er
alveg hræðileg meðferð."
Fiskvinnsla á lágu stigi
„Raunar má segja ab öll umgengni
um fisk á Kamtsjatka sé hræðileg. Það
er nánast sama hvert maður fer, aflinn
er hvorki blóbgaður né slægður. Fisk-
urinn sem fer á heimamarkað er oft
brytjaður niður og ekki þveginn. Þeir
eru með gæðaeftirlit, en það virkar
engan veginn. Kamtsjatka-menn vinna
nær allan afla úti á sjó. Fram að þessu
hefur aflinn verið heilfrystur um borð
í móðurskipum. Eftir að við komum til
sögunnar eru þeir byrjaðir að hand-
flaka um borð. Landvinnsla er sáralítil
og nær eingöngu á laxi, en þeir veiða
um hundrað þúsund tonn á ári af laxi.
Laxagengdin þarna er alveg gífurleg. "
Byggöakvóti
„Þeir eru með kvótakerfi þarna sem
við hér á íslandi gætum ef til vill lært
eitthvað af. Menn hér heima eru alltaf
að rífast um byggðastefnu tengda
kvóta. Kerfið í Rússlandi er þannig, að
fyrst koma tillögur frá hafrannsókna-
stofnunum víðs vegar um landið inn
til Moskvu. Þar vinnur ákveðin nefnd
úr tillögunum og hún úthlutar síðan
aflakvótum á austur-, vestur-, norður-
og suðursvæði. Þar eru svo nefndir
sem taka vib þessu og úthluta kvótan-
um á héruðin. Til að mynda fær
Kamtsjatka sérstakan kvóta. Þar er
kvótanum síðan úthlutað til norður-
og suðurhluta héraðsins. Þar eru svo
enn aðrar nefndir sem úthluta á hvert
svæði innan Kamtsjatka og síðan eru
nefndir á hverjum stab sem úthluta
kvótanum til fyrirtækja. Af þessu leiðir
að kvóti fer aldrei úr byggðarlaginu.
Hins vegar getur skip utan svæðisins
keypt kvóta úr byggðarlaginu, en þá
fær líka byggðarlagið greiðsluna fyrir
kvótann".
Útflutningur erfiðleikum háður
„Síðan eru þeir meb kerfi sem þeir
settu á eftir ólætin sem urðu í Frakk-
landi í fyrra þegar franskir sjómenn
mótmæltu innflutningi á fiski til
landsins. Það felur í sér að fyrirtæki
verða ab afla sér útflutningsleyfis og
slík leyfi hafa einungis mjög fá fyrir-
tæki nú. Síðan setja þeir sérstaka út-
flutningskvóta á þessi fyrirtæki sem
hafa útflutningsleyfin. Þetta leiðir af
sér að útflutningur á sjávarafuröum frá
Rússlandi um þessar mundir er erfiður.
Menn þurfa að hafa öll þessi leyfi og
um þau er sótt til ákveðinna ríkisstofn-
ana. Þær stofnanir ganga síðan úr
skugga um hvort verbið sem menn
bjóða sé í lagi og þar fram eftir götun-
um."
Hrœðsla við svik
Hvaða sjónarmið ráða ferðimii þegar
ákveðið er hvort menn mega flytja út
eða ekki?
„Eftirspurnin heima fyrir ræður
miklu og síðan er litib til þess hvort
verið sé að flytja út hráefni eða unna
vöru. Þeir veittu okkur til að mynda
útflutningsleyfi þegar þeir voru búnir
að ganga úr skugga um að við værum
aö vinna fiskinn með íslenskum að-
ferðum. Við gátum sannað að við vær-
um með íslenskan starfsmann um
borð sem fylgist með því að réttum ab-
ferðum væri beitt, til dæmis við flök-
unina. Nýlega hafa þeir hins vegar
hert þessar reglur. Núna er ekki nægi-
legt fyrir okkur að geta sannað að við
séum með Islendinga um borð í skip-
unum heldur verðum við að reka skip-
ið, borga laun og rekstrarkostnað. Við
ætluöum ab láta nægja að veita tækni-
abstob, en nú dugar það ekki lengur
til. Við urðum að taka allt skipib á
leigu. Og þá settu þeir á okkur auka-
skatt, eins konar leigugjald sem ríkið
tekur til sín. Þetta er sem sé oröiö mjög
erfitt núna og þetta frjálsræði sem tal-
að var um ab verið væri ab innleiða í
Rússlandi er varla til staðar. Þeir eru
alltaf svo hræddir um að verið sé að
svíkja peninga út úr landinu og stela.
Og grunnauðlindirnar, sem eru sjávar-
útvegur, timbur, olía og gull, eru undir
mjög ströngu eftirliti.”
6 ÆGIR JANÚAR 1994