Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 3

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 3
TÍMARIT § § LÖGFRÆÐINGA 4. HEFTI 42. ÁRGANGUR DESEMBER 1992 HREPPAR OG HREPPSTJÓRAR í september 1991 kom fram skýrsla nefndar um skiptingu landsins í sveitarfé- lög með tillögum, annarsvegar um 60-70 og hinsvegar 25 sveitarfélög. Þann 1. júlí sl. tóku lög nr. 92 1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði gildi með ákvæðum um skiptingu landsins í 26 sýslur til umboðsstjórnar. Samkvæmt 1. gr. laga 32 1965, sbr. 1. gr. laga 50 1989, skal vera hreppstjóri í hverju sveitarfélagi utan aðseturs sýslumanns, nema sýslumaður telji þess ekki þörf. Rétt er að vekja athygli á því að þessi regla á jafnt við um hreppa, bæi og kaupstaði. Árið 1965 hafði þegar komið fram sú hugmynd í nefndinni sem samdi frumvarp að lögunum að leggja mætti embættin niður, en ekki var horfið að því ráði að sinni. Þegar frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1993 (þsk. 109 1992) var lagt fram brá svo við að ekki var gert ráð fyrir neinum fjárveitingum til hreppstjóra en miðað við að verkefni þeirra flyttust til sýslumanna. Þann 2. nóvember sl. ritaði sýslumaður ísfirðinga fjárlaganefnd Alþingis bréf þar sem hann mælir gegn þessum áformum en bendir á að hreppstjórum mætti fækka, t.d. úr 10 í 4 í ísafjarðarsýslu, að afnám hreppstjóra gæti samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sparað ríkissjóði u.þ.b. 18,4 milljónir króna en að störfum sem hreppstjórar sinna, svo sem lögskráningu skipshafna, almennri löggæslu, störfum að almannavömum og innheimtu opinberra gjalda, yrði að gegna eftir sem áður. Hreppstjórar hefðu undantekningarlítið reynst vel og sætt sig við lág laun, kr. 4.893 - 13.350 á mánuði, þannig að ekki væri víst að nokkur raunverulegur sparnaður yrði af tiltækinu. Áður en lauk var horfið frá áformum þessum þannig að ráðrúm gefst til að íhuga og ræða hversu vænlegt ráðið er. 233

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.