Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 4
Á fundi Sambands íslenskra sveitarfélaga 23. nóvember sl. var samþykkt að
styðja þá hugmynd að öll sveitarfélög innan héraðs eða sýslu yrðu sameinuð
þannig að sveitarfélög yrðu að jafnaði ekki fáliðaðri en 1000 íbúar og ekki fleiri
en 30-35. Þann 26. mars 1993 skilaði sveitarfélaganefnd lokaskýrslu til félags-
málaráðherra þar sem tekið er undir þetta sjónarmið og þeirri skoðun jafnframt
lýst að ríkisvaldið þurfi að taka grundvallarákvörðun um hvort það ætli að efla
almennt umboðsvald í héraði og á það bent að samræma þurfi svæðaskiptingu í
stjórnsýslu og þjónustu ríkisins jafnframt því að skipting landsbyggðarinnar í
sveitarfélög verði felld að þeirri svæðaskiptingu.
Þann 9. júní 1992 skipaði forsætisráðherra nefnd til að gera tillögur um
stofnanaflutning frá höfuðborgarsvæðinu og er tillagna hennar að vænta í lok
apríl. Ætla má að í þeim verði ráðagerðir um dreifingu verkefna frá miðstjórnar-
stofnunum til almennra umboðsstofnana í héraði.
Skipulagsbreytingar af því tagi sem hér hefur verið lýst leiða eðlilega til
þeirrar hugsunar að bæði hin nýju sveitarfélög og ríkið sjálft verði að huga að því
að þjónusta þeirra verði í boði svo nærri þegnunum að þeir geti notið hennar án
óhæfilegrar fyrirhafnar og jafnframt að af þeim leiði ekki firring milli almenn-
ings og stjórnvalda og skerðing lýðræðis.
Hrepparnir eru elstu stofnanir íslensks samfélags. Ef til vill má rekja
frumrætur þeirra til fyrsta tímaskeiðs byggðar í landinu. Hreppstjórastarfið er
að líkindum ekki jafngamalt hreppunum en sennilega elsta opinber staða
íslensks stjórnkerfis, eldri en embætti presta, prófasta og biskupa og vissulega
eldri en sýslumannsembættin, sem eiga rætur í stjórnkerfi Noregskonungs og
fylgdu með þegar hann færði út ríki sitt til Islands.
Hreppstjórar voru lengi vel fimm í hverjum hreppi og fóru með sambærileg
störf og hreppsnefndir nú á dögum og hreppsfélögin eru eitt elsta dæmi sem
þekkt er um sjálfstjórn sveitarfélaga. Gagnstætt Alþingi er saga þeirra óslitin og
þeir hafa aldrei breytt um grundvallareðli. Eftir því sem konungsvald efldist í
landinu dró úr sjálfstæðri héraðsstjórn; hreppstjórar urðu smám saman umboðs-
menn sýslumanna eins og þeir eru enn í dag. Þessi þróun náði hámarki um 1800
og lauk svo að aðeins var einn hreppstjóri í hverjum hreppi. Þegar sjálfstjórn
sveitarfélaga var tekin upp að nýju með sveitarstjórnartilskipuninni 1872 voru
embætti hreppstjóra látin halda sér en kjörnum sveitarstjórnum falin stjórn
hreppanna.
Til allrar hamingju hefur tekist að forða því að sýslumannsembættin dagaði
uppi eins og nátttröll og nú hafa þau verið aðlöguð kröfum tímans eins og best
verður á kosið, að öðru leyti en því að enn hafa sýslur ekki verið stækkaðar eins
og vert væri og til þeirra má enn leggja ýmis verkefni sem nú er sinnt í
stjórnarráði og stofnunum í höfuðstaðnum. Með sveitarstjórnarlögum nr. 81986
234