Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 7
Arnljótur Björnsson: RÝMKUÐ SAKARREGLA Svo atvikaðist, að í afmælisriti, sem helgað er Gizuri Bergsteinssyni og út kom á níræðisafmæli hans hinn 18. apríl 1992, birtist engin ritgerð um skaðabótarétt. Skaðabótaréttur var þó eitt af þeim lögfræðisviðum, sem Gizur Bergsteinsson lagði sem hæstaréttardómari og fræðimaður sérstaka rækt við. T.d. mun hann fyrstur íslenskra lögfræðinga hafa ritað sérstaklega um gáleysismat í bótarétti. Sératkvæði hans í skaðabótamálum sýna og áhuga hans á þessu sviði. Þau orð, sem fara hér á eftir, eru rituð með þetta í huga. 1. BREYTILEGUR GÁLEYSISMÆLIKVARÐI. BÓTAÁBYRGÐ ÞYNGD MEÐ ÞVÍ AÐ TEYGJA Á SAKARREGLUNNI EÐA SÖNNUNAR- REGLUM Lögfræðingar þekkja vel, að í skaðabótarétti fer mat á sök eftir aðstæðum. Dómstólar móta þann gáleysismælikvarða, sem þeim þykir hæfa á hverju athafnasviði fyrir sig. Kröfur um aðgæslu eru því ekki þær sömu á öllum sviðum mannlegs lífs. Þannig eru kröfur dómstóla um gát við framkvæmdir í atvinnu- rekstri að jafnaði meiri en gætnikröfur, þegar um er að ræða samskipti manna í daglegu lífi. Hér er þó beitt sömu reglunni, sakarreglunni, en hún sveigð eftir því, sem efni standa til. Sem dæmi um svið, þar sem dómstólar gera yfirleitt ríkar kröfur um aðgát, má nefna vinnuslys, tjón af varanlegum umbúnaði mannvirkja og tjón af hættulegum efnum. Er stundum sagt, að sakarmat sé strangt á þessum og nokkrum fleiri athafnasviðum. Stöku sinnum ganga dómstólar þó enn lengra og gera kröfur um svo mikla varúð, að ýmsum þykir að farið sé út fyrir eðlileg mörk sakarreglunnar eða með 237

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.