Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 8
öðrum orðum, að ætlast sé til meiri aðgæslu en raunhæft er að búast við af
mennskum mönnum. I slíkum tilvikum má halda því fram, að bótaábyrgð sé í
raun þyngri en eftir sakarreglunni, jafnvel þyngri en þegar henni er beitt með
ströngu sakarmati. Einnig má þyngja bótaábyrgð á sakargrundvelli á annan
hátt, þ.e. með því að draga úr kröfum um sönnun eða jafnvel að fella
sönnunarbyrði alveg á þann, sem sóttur er til greiðslu bóta. Séu kröfur til manna
um gætilega hegðun hertar óvenjulega mikið eða vikið mjög frá venjulegum
sönnunarreglum, nálgast ábyrgð hins bótaskylda hreina hlutlæga ábyrgð, þ.e.
ábyrgð, sem stofnast án tillits til þess, hvort tjón verður rakið til sakar.
I erindinu „Nokkur sjónarmið í skaðabótarétti", sem flutt var á hátíðisdegi
laganema 1963 og prentað í Úlfljóti sama ár, fjallar Gizur Bergsteinsson m.a. um
mat á gáleysi eftir sakarreglunni.1 Hann víkur einnig að því, sem hann nefnir
„rýmkaða gáleysisreglu". Mun það vera í fyrsta sinn, sem það hugtak er notað í
íslenskum lögfræðiritum. Ekki skilgreinir höfundur hugtakið, sem hann virðist
nota bæði um það þegar kröfur til manna um aðgát eru hertar að mun (U
1955.992, sem vitnað er til á bls. 105) og þegar vikið er frá almennum reglum um
sönnunarbyrði, hvort tveggja í því skyni að þyngja bótaábyrgð á tjóni í
hættulegum rekstri (H 1953, 617, „Þyrilsdómurinn“ og U 1960.576, en til
þessara dóma vitnar hann á bls. 104 og 105). Þó að höfundur skilgreini ekki
hugtakið „rýmkuð gáleysisregla“ sýnist þó mega ráða af greinargerð hans, að
hann telji það út af fyrir sig ekki vera rýmkun reglunnar, er dómstólar gera ríkar
kröfur til manna um gætilega hegðun á einstökum athafnasviðum. Höfundur er
fáorður um hvenær rýmkuð sakarregla sé notuð eða hvenær rök séu til að nota
hana. Á tveim stöðum í grein hans (bls. 91 og 92) kemur fram, að rétt geti verið
að beita rýmkaðri gáleysisreglu (rýmka gáleysisregluna), þegar tjón hlýst af
hættulegum tækjum eða efnum. Hann getur ekki um önnur svið, sem hann telur
æskilegt nota rýmkaða sakarreglu á.
Ekki er Gizur Bergsteinsson einn um að skýra ekki til hlítar við hvað er átt
með rýmkun sakarreglunnar, því að svo er að sjá sem í norrænum lögfræðiritum
komi yfirleitt ekki fram greinileg afmörkun á hugtökum, þegar fjallað er um
hertar kröfur um varkárni eða aðrar aðferðir, sem dómstólar nota er þeir beita
sakarreglunni þannig, að bótaábyrgð nálgast það að vera hlutlæg.
I dönskum ritum um skaðabótarétt er oft talað um strangt (streng) sakarmat
gagnstætt mildu (mild eða lempelig) mati í þeirri merkingu að kröfur um
aðgæslu eru ríkar eða eftir atvikum vægar.2 Strangt mat þarf þá ekki að merkja
að dómari geri óvenjumiklar eða „óeðlilega“ ríkar kröfur um aðgát. Dönsku
orðasamböndin „skærpet culpabedpmmelse" og „skærpelse af culpareglen“
‘Gizur Bergsteinsson, bls. 87-108.
!M.a. Vinding Kruse, bls. 98.
238