Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 13

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 13
í dómi þessum sýnist sakarmat vera allstrangt, en ekki ganga lengra en almennt gerist í dómum um vinnuslys. H1975, 1051. Slys af rafstraum, er krani snerti háspennulínu Á vegum Akureyrarbæjar (A) var verið að leggja holræsisrör í skurð nálægt aðalspenni- stöð Laxárvirkjunar við Þingvallastræti. Lá háspennulína frá stöðinni yfir skurðstæðið. Rörin voru flutt að skurðinum með vörubifreið í eigu P. Bifreiðin var búin lyftikrana og voru stjórntæki hans utan á henni. Eitt sinn, er P hugðist lyfta röri og láta það síðan síga niður í skurðinn, rakst lyftiarmur kranans í einn streng háspennulínunnar. Fékk P þá í sig rafstraum og slasaðist mikið. Talið var, að P hefðu ekki átt að dyljast raftaugar, sem lágu yfir vinnusvæðið, og það því fremur sem spennistöðin blasti við í næsta nágrenni. P hafði á hendi alla stjórn bifreiðarinnar og lyftiarms hennar. Þótti mjög hafa á skort að hann sýndi aðgæslu. Varð hann því að bera meginhluta tjóns síns sjálfur. Verkstjórnar- menn A vöktu ekki athygli P á raftaugunum eða vöruðu hann við hættunni, sem því var samfara, ef lyftiarmurinn snerti þær. Það var talin vangæsla að ganga ekki úr skugga um, að P væru ljósar hinar hættulegu aðstæður og var A dæmt að bæta tjón P að 1/3 hluta. Hinn slasaði var sjálfstæður atvinnurekandi, sem stjórnaði eigin atvinnutæki og fékk greiðslu eftir gjaldskrá vörubifreiðastjóra. í héraðsdómi er hann að vísu talinn hafa lotið verkstjórn flokkstjóra og verkstjóra bæjarins, en Hæstiréttur tekur ekki beina afstöðu til þess. Miklar gætnikröfur í þessum dómi hljóta að stafa af því að hér hlaust slys af hættulegum tækjum. H1976, 489. Augnhlífar ekki notaðar S vann á verkstæði V. Verkstjóri fól honum að losa felguhring af drifhjóli vinnuvélar. Notaði S sleggju og meitil. Járnflís hrökk í S og missti hann sjón á öðru auga. S notaði ekki augnhlífarvið verkið. Hlífar voru að vísu til hjá V, en viðgengist hafði, að þær væru ekki notaðar. Bar V því bótaábyrgð. S var hins vegar ljóst, að hættulegt var að vinna verkið án augnhlífa, enda meistari í bifvélavirkjun. V var dæmt að bæta tjónið að hálfu. Dómur þessi og sá, sem reifaður er hér næst á eftir, eru hliðstæðir að því leyti, að ábyrgð er felld á atvinnurekanda vegna þess að verkstjórnarmenn hans sáu ekki um að starfsmenn notuðu hlífðarbúnað, sem talinn var nauðsynlegur. Dómarnir eru í samræmi við örugga dómvenju, en hafa þá sérstöðu, að tjónþolum mátti vel vera ljós þörf á hlífum, enda höfðu þeir báðir full meistararéttindi í iðn sinni. H1978, 593. Öryggishlíf vantar á vélsög J, sem hafði meistararéttindi í trésmíði, risti timburplanka í vélsög ásamt iðnréttinda- lausum manni. Enginn hlífðarbúnaður fylgdi vélsöginni. Eitt sinn, er J sneri sér við til þess að ná í planka, sem var í stafla fyrir aftan hann, lenti hann með fingur í söginni og slasaðist. Talið var, að öryggishlíf yfir sagarblaðinu hefði komið í veg fyrir slysið. f dómi segir, að ekki sé sannað að J hafi hreyft athugasemdum við þessum vanbúnaði sagarinnar. J hefði og sjálfur getað gert öryggishlíf um sagarblaðið, en það var mjög auðvelt að áliti dómkvaddra matsmanna. Vinnuveitanda J var dæmt að greiða 2/3 hluta tjóns J. 243

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.