Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 16

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Síða 16
þess að bótaábyrgð verði aukin á þann hátt. Þetta hvorttveggja er efni í lengri ritsmíð en þá, sem hér er að ljúka. 5. EFNI f STUTTU MÁLI Sakarmat í skaðabótamálum fer eftir aðstæðum. Kröfur, sem gerðar eru til manna um aðgæslu, eru ekki alveg þær sömu á öllum sviðum mannlegra samskipta. A ýmsum athafnasviðum gera dómstólar ríkari gætnikröfur en almennt gerist. Árið 1963 var prentað erindi eftir Gizur Bergsteinsson, þar sem m.a. var rætt um gáleysismat. Notar hann heitið rýmkuð gáleysisregla að því er virðist um það, þegar kröfur um aðgát eru hertar að mun eða vikið frá almennum reglum um sönnunarbyrði til þess að þyngja bótaábyrgð á tjóni í hættulegum rekstri. Telur hann rétt að rýmka sakarregluna, þegar tjón hlýst af hættulegum tækjum eða efnum. Hugtakið rýmkuð gáleysisregla eða svipuð hugtök eru ekki nákvæmlega skilgreind í íslenskum eða öðrum norrænum lögfræðiritum. Er nokkuð á reiki hvernig menn nota fræðiheiti, er lýsa víðtækri bótaskyldu, sem þó gengur ekki eins langt og hrein hlutlæg ábyrgð, enda eru skoðanir lögfræðinga oft skiptar um hversu víðtæk bótaábyrgð sé í einstökum tilvikum (1. kafli). I 2. kafla er fjallað um nokkra dóma, þar sem ríkar kröfur eru gerðar til aðgæslu, m.a. úrlausnir, sem reistar eru á svipuðum rökum og fram koma í dæmum þeim, er Gizur Bergsteinsson nefnir um rýmkaða gáleysisreglu. Meginniðurstaða umfjöllunar um dóma er sú, að stundum er gengið býsna langt í kröfum um aðgát og finna má dóma, þar sem sakarreglunni er beitt þannig, að bótaábyrgð nálgast hlutlæga ábyrgð. Hins vegar er sjaldgæft að bent verði á dæmi þess, að í dómum sé sérstaklega skírskotað til hættusemi tækja, verks eða rekstrar til stuðnings „rýmkaðri" bótaábyrgð (3. kafli). Umdeilanlegt er, hvort hentugt sé eða nauðsynlegt að nota sérstakt fræðiheiti um einhvern flokk bótagrundvallar, sem er á „gráa svæðinu" milli almennrar sakarábyrgðar og bótaskyldu án sakar. Hér er m.a. á það að líta, að alloft er torvelt að taka af skarið um hvaða bótareglu hafi verið beitt í einstökum tilvikum. Til þess eru mismunandi ástæður, ekki síst sú, að í mörgum málum blandast gáleysismat og sönnunarmat saman með ýmsum hætti. Auk þess eru dómsforsendur yfirleitt stuttar og annað slagið skortir á að röksemdafærsla dómara sé hnitmiðuð. Telja má, að takmarkaður ávinningur sé að því að nota hugtakið rýmkuð gáleysisregla, ef ekki er unnt að skilgreina það nákvæmar en hér hefur verið gert og helst einnig að marka á skýrari hátt á hvaða sviðum slíkri reglu verði beitt (4. kafli). 246

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.