Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 20

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 20
Má í því sambandi benda á endurskoðun barnalaga á Norðurlöndum á áttunda áratugnum, sbr. íslensku barnalögin frá árinu 1981 og loks ný barnalög á síðasta ári. Þá hafa barnaverndarlög sætt ítarlegri umfjöllun og verið verulega endur- bætt á síðari árum á Norðurlöndunum, nú síðast í Noregi, en norsku barna- verndarlögin eru frá 22. júní 1992. Þau lög voru mörg ár í undirbúningi. Nefndin sem samdi drögin að lagafrumvarpinu sem nú er orðið að lögum um vernd barna og ungmenna á Islandi studdist að verulegu leyti við hugmyndir og tillögur að norsku barnaverndarlögunum en þær hafa legið fyrir frá árinu 1985. Þá má benda á samning um réttindi barna sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 20. nóvember 1989. Hann var lagður fram til undirritunar 26. janúar 1990 og undirritaður fyrir íslands hönd sama dag með fyrirvara um fullgildingu. Hann öðlaðist gildi 2. september 1990 en var fullgiltur hér á landi 28. október 1992. I samningnum er kveðið á um sjálfstæðan rétt barna. Þar kemur einnig fram að börn eigi rétt á sérstakri aðstoð og vernd sem ríkisvaldinu beri að veita þeim. Leitast er við að skilgreina réttindi barna með hagsmuni þeirra og þarfir að leiðarljósi. í 19. gr. samningsins segir að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir á sviði löggjafar, stjórnsýslu, félags- og menntunarmála til að vernda börn gegn hvers kyns líkamlegu og andlegu ofbeldi, meiðingu, misnotkun, vanrækslu, skeytingarleysi, illri meðferð eða notkun, þ.á m. kynferðislegri misnotkun, meðan þau eru í umsjá annars eða beggja foreldra, lögráðamanns eða annars sem hefur barn í sinni umsjá. 4. LÖG ER VERNDA BÖRN I íslenskum lögum kemur fram að börn njóta verndar með ýmsum hætti. Má þar nefna ákvæði í 21. og 22. kafla almennra hegningarlaga um sifskapar- og kynferðisbrot svo og refsiákvæði í barnaverndarlögum. Einnig má nefna lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, lög um bann við ofbeldiskvik- myndum, lög um félagsþjónustu sveitarfélaga, lög um leikskóla, lög um grunnskóla, lög um heilbrigðisþjónustu og lög um málefni fatlaðra. 5. ÁSTÆÐUR FYRIR LÖGGJÖF UM BARNAVERND Lög um vernd barna og ungmenna byggja á mannúðarsjónarmiðum. Þau miða fyrst og fremst að því að vernda börn og unglinga eins og nafnið gefur til kynna. Lögin hafa raunar engan annan tilgang en að koma börnum og unglingum til hjálpar þegar þess er þörf. En vegna þess að þetta verður oft ekki gert nema með afskiptum af foreldrum barnanna og truflunum á heimilislífi verða þessar björgunaraðgerðir að byggja á sérstökum lagaheimildum. Ekki má skerða stjórnarskrárvernduð réttindi manna til friðhelgi heimilis. Rétturinn til friðhelgi nær þó ekki lengra en til þess sem leiðir af verndarákvæðum sem sett eru gagngert til verndar börnum og ungmennum. Ein meginástæðan fyrir því að 250

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.