Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 21
börn þurfa sérstaka vernd er sú að innan fjölskyldunnar standa þau höllum fæti.
Sem börn eru þau minnimáttar gagnvart hinum fullorðnu sem hafa að jafnaði
yfirburði bæði andlega og líkamlega. Börn eru háð hinum fullorðnu, sérstaklega
foreldrum sínum eða öðrum sem annast þau. Börn eiga erfitt með að verjast
misþyrmingum foreldra sinna, andlegum eða líkamlegum, eða annarri illri
meðferð. Foreldrar sem brjóta gegn börnum sínum eru eðli málsins samkvæmt
ekki færir um að gæta hagsmuna barnanna í þeim efnum. Oft er það svo að
börnin sjálf vita ekki að þau þurfa að fá utanaðkomandi hjálp og ef þau vita það
þá vita þau væntanlega ekki hvert þau geta leitað. Þau eru því heldur ekki fær um
að fara sjálf með hagsmunagæslu fyrir sig. Þá er þess að gæta að ekki gerist það
sjálfkrafa að einhver utanaðkomandi komi börnunum til hjálpar vegna þess að
venjulega veit enginn um það sem enginn sér og enginn segir frá. Af þessum
ástæðum standa börn stundum höllum fæti innan fjölskyldunnar og þurfa
sérstaka lögbundna vernd.
6. SKYLDUR FORELDRA OG BARNAVERNDARYFIRVALDA
Lög um vernd barna og ungmenna skilgreina hvenær og hvernig barnavernd-
aryfirvöld koma börnum og ungmennum til hjálpar. Lagasetning á þessu sviði er
vandasöm, einkum vegna þess að erfitt er að sjá fyrir allar þær aðstæður sem upp
kunna að koma og eru börnum eða unglingum skaðlegar. Lagaákvæðin verða
því að vera rúm því annars er hætta á að þau nái ekki til allra tilvika þar sem börn
eru í hættu. Mikilvægt er þó að lögin skilgreini sem nákvæmast hvaða aðstæður í
lífi barna kalla á sérstakar aðgerðir barnaverndaryfirvalda. Með því er komið í
veg fyrir óvissu um réttarstöðu viðkomandi aðila og einnig er meiri von til að
foreldrar gegni sínu foreldrahlutverki ef ljóst er hverjar skyldurnar eru.
í eldri lögum um vernd barna og ungmenna segir að þegar barnaverndarnefnd
verði þess vís að heimilishögum, uppeldisháttum, framferði foreldra, aðbúnaði
eða hegðun barns sé ábótavant skuli nefndin láta málið til sín taka, á þann hátt er
best þykir við eiga, eftir því sem á stendur. Allir sjá að þetta er ófullnægjandi
skilgreining á skyldum foreldra og barnaverndaryfirvalda. Réttur barnsins
samkvæmt þessu lagaákvæði er einnig afar óljós. LJr þessu er reynt að bæta með
lögunum nr. 58/1992. í sérstökum kafla, V. kafla, sem ber heitið skyldur
barnaverndaryfirvalda gagnvart einstökum börnum og ungmennum og fjöl-
skyldum þeirra, er fjallað um skyldur foreldra við börn sín og skyldur barna-
verndaryfirvalda gagnvart fjölskyldunni þegar foreldrarnir valda ekki foreldra-
hlutverkinu án aðstoðar. í lögunum er lögð sérstök áhersla á að skilgreina sem
nákvæmast hverjar skyldur foreldra og barnaverndaryfirvalda eru gagnvart
börnum. Fram kemur nokkurs konar óbein skilgreining á skyldum foreldranna
þannig að skilgreint er hvenær barnaverndarnefnd grípur inn í málefni fjölskyld-
unnar en það gerir hún ekki á meðan foreldrar fullnægja foreldraskyldunum. Öll
251