Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 22

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 22
barnavernd miðar þó að fyrirbyggjandi aðgerðum. Barnaverndarnefnd þarf að geta gripið til viðeigandi ráða áður en barnið verður fyrir skaða. Akvarðanataka lýtur því oft að því að meta aðstæður fram í tímann. Getur það verið einn vandasamasti þátturinn í barnaverndarstarfinu að finna hvaða úrræði eigi best við og komi barninu að mestu gagni. Skiptir þá miklu að afla fullnægjandi upplýsinga til þess að unnt verði að meta til hvaða ráða er réttast að grípa. Um rannsóknarskyldur barnaverndarnefnda er fjallað í 18. og 43. gr. laganna. Reglurnar miða að því að tryggja að unnt verði að taka réttar ákvarðanir, m.a. varðandi það hvaða úrræði eigi best við í hverju tilfelli. 7. MÁLSMEÐFERÐARREGLUR Málsmeðferðarreglur eiga að tryggja vönduð vinnubrögð við úrlausnir mála. Ljóst er að það skiptir afar miklu fyrir alla aðila, foreldra, börn og barnarvernd- aryfirvöld, að mikilvægar ákvarðanir barnaverndaryfirvalda byggist á traustum grunni. Á hinn bóginn skiptir miklu máli að börn í brýnni neyð fái hjálp í tæka tíð. Börn eiga erfitt með að bíða, þarfir þeirra eru þess eðlis að koma þarf til móts við þær á þeim tíma þegar þær eru brýnar, ekki seinna því það getur orðið of seint. Skaði sem af því hlýst gæti verið barninu óbætanlegur. Þetta er sérstaklega brýnt að hafa í huga, bæði við lagasetningu og við úrlausnir einstakra mála. Málsmeðferðarreglur eru í VIII. kafla laganna um vernd barna og ungmenna. Eru þær skýrari en reglur eldri laga og að nokkru leyti strangari. Má þar nefna að nú þarf að kveða upp úrskurð um atriði sem áður var talið nægjanlegt að taka ákvörðun um með bókun. Dæmi um þetta eru: 1) úrlausn á því hvaða gögn megi afhenda, 2) hvernig háttað skuli umgengni barna, sem fara í fóstur, við kynforeldra og loks 3) úrræði sem beitt er án samþykkis foreldra, svo sem eftirlit með heimili eða innlögn barns á sjúkrahús eða stofnun til að tryggja öryggi þess eða til að gerð verði viðeigandi rannsókn á barninu. Þá má nefna nýmæli varðandi heimildir barnaverndarnefnda til að fara á heimili til að athuga barn, heimilishagi og aðrar aðstæður barna. Samkvæmt lögunum er aðeins heimilt að fara á einkaheimili í rannsóknarskyni ef foreldrar eða forráðamenn samþykkja eða á grundvelli dómsúrskurðar nema um sé að ræða neyðartilfelli. Ef ekki liggur fyrir samþykki foreldra eða forráðamanna og ekki er um neyðartilfelli að tefla verður að leita til dómara og fá sérstaka heimild til að fara á heimili. Dómarinn metur þá á grundvelli þeirra gagna sem fyrir eru hvort lagaskilyrði eru fyrir hendi en þau eru 1) að líkamlegri eða andlegri heilsu barns eða þroska geti verið hætta búin sökum vanrækslu, vanhæfni eða framferðis foreldra eða 2) að barn eða ungmenni stefni heilsu sinni eða þroska í hættu með hegðun sinni. Barnaverndarnefnd skal þá sýna þeim sem málið varðar fulla nærgætni og má könnunin aldrei vera umfangsmeiri en nauðsyn 252

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.