Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 29

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 29
ákveðna merkingu fyrir í íslenskum rétti. Það gæti því valdið misskilningi ef ég notaði það hér. Ég mun þó nota orðið skuldari og lántaki jöfnum höndum. 3. TILGANGUR. HAGNÝTT GILDI a) Lánveitandi, svo sem banki, gæti viljað víkja fyrir móðurfélagi eða stórum hluthafa til að sá sæi sér hag í að leggja fram meira fé í rekstur skuldarans. b) Vegna opinberra reglna gætu ýmsir séð sér hag í að auka eigið fé sitt, eða jafngildi eiginfjár, með útgáfu víkjandi skuldabréfa. Slíkt gerist helst á sviði bankaviðskipta, trygginga eða verðbréfaviðskipta. c) Við yfirtöku fyrirtækja getur þessi aðferð við fjármögnun hentað. Hún ætti ekki að hafa áhrif á áframhaldandi lánveitingar eða aðra fyrirgreiðslu frá þeim sem njóta forgangs. d) Að auka lánstraust. Það að lán víki fyrir öðru bætir stöðu þess sem fær forgang. Nýir lánveitendur eru fúsari til viðskipta ef þeir vita að á eftir þeirra láni í tryggingaröð verður (stór) krafa, það er að segja hið víkjandi lán. e) Að auka lánshæfni. Vera kann að lánshæfni, eða lánsheimildir, miðist við eitthvert margfeldi af eigin fé. Ef víkjandi lán er flokkað með eigin fé, samanber BIS reglurnar, þá eykur víkjandi lán lánshæfni eða lánsheim- ildir. f) Bjargráð. Með því að gera skuld víkjandi má stundum komast hjá gjaldþroti. Eigendur sem veitt hafa lán eða birgðasalar kynnu að fallast á að gera kröfur sínar víkjandi til að lánveitendur gangi ekki hart fram í að innheimta lán sem þeir hafa veitt eða kunna að veita. Þetta væri gert í trausti þess að betri dagar væru í vændum hjá skuldaranum og frestur á aðgerðum gæti bjargað honum. 4. SAMANBURÐUR VIÐ EIGIÐ FÉ a) Kostir Fjárfestir gæti auðveldlega lagt fram jafngildi víkjandi láns í formi hlutafjár. Eftirgreind atriði mæla þó með víkjandi lánveitingu: 1. Vextir af víkjandi láni eru frádráttarbærir í rekstri en arðgreiðslur yfirleitt ekki. 2. Skylda til greiðslu vaxta af láni er óháð því hvort hagnaður er af rekstri. Arðgreiðsla er venjulaga háð því að hagnaður sé. 3. Sumir lífeyrissjóðir eða tryggingarfélög mega ekki fjárfesta í hlutabréf- 259

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.