Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 30
um. Þau gætu hins vegar í vissum tilvikum fjárfest í víkjandi skuldabréfum
eða veitt víkjandi lán.
4. Fyrirtæki getur endurgreitt lán en ekki hlutafé án þess að ströngum
skilyrðum sé fullnægt.
5. Vextir af víkjandi láni ættu að vera lægri en arðgreiðsla af hlutafé þar sem
minni áhætta fylgir því en framlögðu hlutafé.
6. Unnt er að fá tryggingu fyrir víkjandi láni en ekki fyrir hlutafé.
7. Hluthafar sem fyrir eru gætu orðið óánægðir með að hlutafé yrði aukið og
nýir hluthafar bættust við. Það gæti m.a. breytt valdahlutföllum. Með
víkjandi láni mætti auka eigið fé, eða jafngildi þess án þess að raska
valdajafnvægi milli hluthafa.
8. Unnt er að gefa út víkjandi skuldabréf án þess að hluthafar hafi nokkuð
um það að segja. Aukning hlutafjár gerist hins vegar ekki án samþykkis
þeirra.
b) Ókostir
1. Víkjandi lánveitandi hefur ekki atkvæðisrétt og því ekki áhrif á ákvarð-
anatöku.
2. Víkjandi lánveitandi öðlast ekki hlutdeild í hagnaði.
3. Almennir kröfuhafar, t.d. birgðasalar, gætu orðið tregari til að halda
áfram lánsviðskiptum heldur en ef um væri að ræða hlutafjáraukningu.
Ofangreint ber með sér að í ýmsum tilvikum gæti verið rétt að staldra við
þegar ætlunin er að auka eigið fé í fyrirtæki. Víkjandi lán gæti stundum hentað
betur en bein aukning eigin fjár.
5, SAMANBURÐUR Á FORGANGSLÁNUM OG VÍKJANDI LÁNUM
Forgangslán geta verið öll lán til viðkomandi, nema það sem er víkjandi. Þetta
er einkennandi við útgáfu víkjandi skuldabréfa.
Forgangslán geta verið öll lán ákveðins kröfuhafa eða kröfuhafahóps.
Víkjandi lán gætu verið öll lán víkjandi lánveitanda til viðkomandi.
Víkjandi lán gætu verið öll lán víkjandi lánveitanda til lántaka fyrir ákveðinn
dag.
Víkjandi lán gætu verið öll lán víkjandi lánveitanda upp að vissri heildarupp-
hæð.
6. SKULDARAR OG ÁBYRGÐARMENN
í grundvallaratriðum ætti það að gera kröfu víkjandi að ná til allra sem væru
ábyrgir fyrir greiðslu hennar, hvort sem væri beint, í formi ábyrgðar eða á annan
hátt.
260