Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 31
Ef víkjandi lánveitandi fær tryggingu frá öðru fyrirtæki í fyrirtækjasamstæðu ætti forgangslánveitandi að fá sömu tryggingu. Eins ætti að gera tryggingu víkjandi lánveitanda víkjandi gagnvart tryggingu forgangslánveitanda. Þar með nyti sá raunverulegs forgangs fram yfir þann víkjandi. Ég gæti trúað að í þessari málsgrein fælist svar við fyrirspurninni sem er tilefni þessarar greinar. Ef víkjandi lánveitandi hefur ríkisábyrgð fyrir láni sínu þá stenst það svo fremi sem forgangslánveitandi hefur einnig ríkisábyrgð fyrir sínu láni. Ríkisábyrgð er ekki eins og veð í fasteign sem geta verið misrétthá. Öll ríkisábyrgð er því jafn góð. En erfitt er að sjá að það geti skaðað forgangslánveit- andann að ríkisábyrgðin sé jafn góð fyrir víkjandi lánveitandann. Hann heldur sínum forgangi til greiðslu á undan þeim víkjandi en reyndar mega þeir báðir vera jafn vissir um að fá sitt greitt. Ef víkjandi lánveitandi hefur hins vegar ríkisábyrgð fyrir kröfu sinni en forgangslánveitandi ekki þá stenst það ekki. Þá væri ekki um raunverulegt víkjandi lán að ræða. 7. SAMANBURÐUR Á MISMUNANDI TEGUNDUM VÍKJANDI LÁNA INNBYRÐIS OG GAGNVART ÖÐRUM LÁNSSAMNINGUM Samkvæmt a) i og ii í 2. kafla um skilgreiningu hugtaksins er unnt að gera samninga um víkjandi lánveitingu á tvennan hátt. Annars vegar að víkjandi lánveitandi taki við því sem honum ber en greiði það til forgangslánveitanda. Hins vegar að víkjandi lánveitandi fái ekkert upp í kröfu sína fyrr en forgangs- lánið er að fullu greitt. Það getur skipt verulegu máli hvor tegund víkjandi samnings er gerð. Hér á eftir fara dæmi um slíkt. Lánin þrjú í dæmunum eru jafn rétthá að öðru leyti en því að víkjandi lánið víkur fyrir forgangsláninu en ekki hinu sem kallað er annað lán. í dæmunum er verðmæti eigna skuldara (þrotamanns) meira en sem nemur forgangsláni og öðru láni. Eign skuldara 400 Forgangslán 200 Víkjandi lán 200 annað lán 100 samtals 500 Dæmi 1. Víkjandi lán með þeim skilmálum að ekkert fáist greitt uppí það fyrr en forgangslán hafi verið greitt að fullu. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.