Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 34

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 34
Bogi Nilsson: ENN UM AÐFINNSLUR OG ÁVÍTUR i. Tilefni þessa greinarkorns er grein Péturs Kr. Hafstein, hæstaréttardómara, í 3. hefti Tímarits lögfræðinga 1992 Nokkur orð um aðfinnslur og ávítur Hœsta- réttar. Fjallar hann þar um gagnrýni mína vegna athugasemda dómstóla við einstök atriði í rannsókn mála á lögreglustigi1 og telur hana óréttmæta og að hluta til byggða á misskilningi, en þó málefnalega og rökstudda. II. „Orðið rannsókn á einungis við aðgerðir lögreglu og ákæruvalds til þess að upplýsa mál og búa það undir saksókn“ segir í greinargerð með frumvarpi að lögum um meðferð opinberra mála nr. 19, 1991 (oml). Lögreglan annast rannsókn mála í meginatriðum, en undir faglegri yfirstjórn ríkissaksóknara, sbr. 1. mgr. 27. gr. oml. Dómsmálaráðherra, sem í reynd er æðsti handhafi framkvæmdavaldsins í þeim málaflokki sem um ræðir, fer með yfirstjórn lögreglunnar og hann hefur jafnframt eftirlit með framkvæmd ákæru- valds og getur krafið ríkissaksóknara skýrslna um einstök mál, sbr. 1. mgr. 26. gr. oml. Þá hefur löggjafinn falið umboðsmanni Alþingis að hafa eftirlit með stjórn- sýslunni í landinu og gætir hann þess að stjórnsýslustörf fari fram í samræmi við 'Úlfljótur 4. tbl. 1991, bls. 341-356. Tímarit lögfræðinga 4. hefti 1992, bls. 3-14. 264

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.