Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 35

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Blaðsíða 35
lög og góða stjórnsýsluhætti og fjallar ekki aðeins um ákvarðanir og úrlausnir stjórnvalda, heldur einnig málsmeðferð þeirra og framkomu starfsmanna. Umboðsmaður getur tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði, sbr. 5. gr. laga nr. 13/ 1987 og 4. gr. reglna nr. 82/1988. Samkvæmt þessum reglum getur umboðsmaður fjallað um hvers konar háttsemi stjórnvalda, sem honum þykir rannsóknarverð. Heimild umboðsmanns til að taka upp mál af eigin hvötum er rýmri en á grundvelli kvörtunar, eins og nánar greinir síðar. f tilefni af heimiid umboðsmanns til að rannsaka mál að eigin frumkvæði er rétt að hafa í huga, að ekki er ætlast til þess að umboðsmaður fylgist reglubundið með allri stjórnsýslu í stóru og smáu. Umboðsmanni er aðeins ætlað að bregða við, þegar hann fær til þess sérstakt tilefni. Hins vegar skiptir engu, hvernig umboðsmanni berst sú vitneskja, sem verður til þess að hann lætur sig mál varða.2 Ég leyfi mér að segja í framhaldi af þessum útdrætti úr skýrslu umboðsmanns Alþingis að dómari getur vakið athygli hans á rannsóknarverðri málsmeðferð af hálfu lögreglu með óformlegum hætti, eins og hver annar þjóðfélagsþegn. III. „Rekstur máls eftir að ákæra hefur verið gefin út kallast málsmeðferð“ segir í greinargerð sem fylgdi frumvarpi að lögum um meðferð opinberra mála. Þegar héraðsdómur hefur fengið ákæruna senda ásamt málsgögnum, sbr. 2. mgr. 119. gr. oml, tekur dómari í raun við rekstri málsins úr höndum ákæranda. Hann ber ábyrgð á því að mál fái eins skjóta meðferð og mögulegt er, sbr. 133. gr. oml, og hann hefur heimild til þess að beita agavaldi og viðurlögum undir rekstri málsins. Heimildunum er væntanlega ætlað að styrkja tök dómara á málarekstrinum og viðhalda virðuleika í dómsölum. Þær eru í aðalatriðum þessar: Dómari hefur heimild til að ákveða sækjanda og verjanda svo og öðrum sekt í dómi eða úrskurði fyrir ósæmilega framkomu fyrir dómi og ósæmilega umfjöllun um mál o.fl., sbr. 3. mgr. 11. gr. oml. Dómari getur afturkallað skipun verjanda og skipað nýjan, ræki verjandi ekki starfa sinn á viðunandi hátt, sbr. 2. mgr. 40. gr. oml. Dómari má láta færa vitni fyrir dóm með valdi og getur úrskurðað vitni sem ekki sinnir vitnaskyldu til greiðslu fésektar, sbr. 2. mgr. 58. gr. oml. í 160., 161. og 162. gr. oml er síðan fjallað um sérstakar heimildir Hæstaréttar til þess að beita réttarfarssektum og eru þær til viðbótar þeim sem áður voru taldar. í 162. gr. oml er fjallað um vítur og orðrétt segir þar: Nú telur Hæstiréttur galla að vísu á verki héraðsdómara, sækjanda, verjanda eða annarra, en ekki slíka sem sektum eigi að varða, og getur rétturinn þá vítt viðkomendur fyrir þá eftir því sem honum þykir ástæða til. !Skýrsla umboðsmanns Alþingis fyrir árið 1988 bls. 10. 265
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.