Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 41

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Side 41
neyti, og auk hennar höfðu þar framsögu Ólafur W. Stefánsson skrifstofustjóri, Vilborg Hauksdóttir deildarstjóri í Tryggingastofnun, Aðalheiður Jóhannsdótt- ir lögfræðingur í umhverfisráðuneyti og Sigrún Kristmundsdóttir lögfræðingur hjá Verðlagsstofnun. Þetta glæsilega málþing var undirbúið af Dögg Pálsdóttur og Valtý Sigurðs- syni, en Valtýr fullyrti að mest hefði hvílt á Dögg, ásamt framkvæmdastjóra félagsins, Ragnhildi Arnljótsdóttur. Dr. Gunnar G. Schram prófessor var þeim til aðstoðar við undirbúninginn. Þátttakendur voru 141. Bókaðir fundarmenn voru alls 621, að málþinginu meðtöldu. Verður það að teljast góð þátttaka, miðað við undanfarin ár, en hér munar þó um hinn opna borgarafund, sem utanfélagsmenn sóttu einnig. Stjórn félagsins flytur þakkir sínar öllum þeim sem tóku að sér að flytja erindi á fundunum. Þeir stuðluðu þannig að því að efla lögfræðistörf og auka veg fræðigreinarinnar, svo eftir var tekið. Eins og sjá má af þessu yfirliti var bryddað upp á nýbreytni á fundum. Tilraun var gerð með morgunverðarfundi, eins og rætt var á síðasta aðalfundi, og mæltist hún vel fyrir. Fjölskylduferð á Þingvöll fannst félagsmönnum og góð nýung, enda gátu þeir þá notið leiðsagnar lögsögumanns vorra tíma. II. Jólatrésskemmtun Jólatrésskemmtun var að venju haldin fyrir börn og barnabörn félagsmanna í samvinnu við Lögmannafélag íslands, í Átthagasal Hótel Sögu 27. desember. III. Nýr framkvæmdastjóri Auglýst var laust starf framkvæmdastjóra félagsins, eins og skýrt var frá á síðasta aðalfundi. Nokkrar umsóknir bárust, og að vandlega athuguðu máli var ráðin Ragnhildur Arnljótsdóttir, cand. jur. vorið 1991. Hún hefur unnið mikið og gott starf, enda ósérhlífin, dugleg og samviskusöm, og er félaginu mikill fengur að starfskröftum hennar. Stjórnin er henni sérlega þakklát og vonar að félagið megi njóta krafta hennar áfram. Skrifstofa félagsins er áfram að Álftamýri 9, þar sem Lögmannafélag íslands lætur félaginu í té aðstöðu endurgjaldslaust. IV. Tímarit lögfræðinga Tímaritið kemur út reglulega undir ritstjórn þeirra Friðgeirs Björnssonar og Steingríms Gauts Kristjánssonar og þakkar stjórnin þeim vel unnin störf. Ásdís J. Rafnar tók að sér framkvæmdastjórn tímaritsins af hálfu stjórnar, og hefur þar unnið gott starf. Fjárhagur tímaritsins heldur áfram að vera góður. Sú nýbreytni, sem getið var um á síðasta aðalfundi, að greiða ritlaun fyrir greinar hefur að 271

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar: 4. Tölublað (20.12.1992)
https://timarit.is/issue/313923

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

4. Tölublað (20.12.1992)

Handlinger: