Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Page 44
IX. Breytingar á stjórn Nú verða nokkrar breytingar á stjórninni, þar sem Skúli Guðmundsson varaformaður, Valtýr Sigurðsson og Sigurður Helgi Guðjónsson meðstjórnend- ur gefa ekki kost á sér til endurkjörs í næstu stjórn. Við hættum þá saman, þar sem ég hefi einnig ákveðið að gefa ekki kost á mér áfram, eftir fjögur ár sem formaður félagsins. Þessi tími hefur verið einstaklega ánægjulegur enda hefur samstarf stjórnar verið eins og bezt verður á kosið. Það verður mikil eftirsjá að fundum og störfum með svo góðu fólki. Ég þakka stjórnarmönnum samstarfið og óska nýrri stjórn heilla og félaginu öllu velfarnaðar. Stjórn Lögfrœðingafélags fslands og framkvœmdastjóri 1992-1993. Fremri röð. Sigríður Ingvarsdóttir, HelgiJóhannesson, Ragnhildur Arnljótsdóttirframkvœmdastjóri og Dögg Pálsdóttir. Aftari röð. Markús Sigurbjörnsson, lngvar Rögnvaldsson, Gunnlaugur Claessen formaður ogÁsdis J. Rafnar. Dögg stjórnaði undirbúningi málþingsins, og lentu því óvenju mikil störf á hennar herðum, sem hún leysti með stakri prýði. Eins og áður er getið var framkvæmdastjórn tímaritsins í traustum höndum Ásdísar J. Rafnar, og sá framkvæmdastjóri félagsins um verk í samráði og samvinnu við þær. Ingvar J. Rögnvaldsson hélt áfram að sjá um ritarastörf og halda bækur. Öllum stjórnar- mönnum eru þökkuð mikil og óeigingjörn störf í þágu félagsins. 274 Garðar Gíslason

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.