Tímarit lögfræðinga - 20.12.1992, Qupperneq 46
vanskilaskuldum og því hafi m.a. komið til tals að hætta að senda tímaritið til
þeirra sem skulda. Ásdís gat þess, að vinna væri hafin við ljósprentun eldri
árganga og stefnt sé að tímabundinni ráðningu starfsmanns til að útbúa
heildarregistur fyrir tímaritið. Rætt hafi verið um að hækka þóknanir fyrir stærri
fræðigreinar, en ritlaun hafi hingað til verið táknræn.
Orðið var gefið laust um skýrslu stjórnar, reikninga félagsins og reikninga
tímaritsins, en enginn tók til máls utan fundarstjóri, sem lýsti ánægju sinni með
að sjá góðan fjárhag - sérstaklega hvað varðaði Tímarit lögfræðinga. Reikningar
voru síðan bornir upp og voru þeir samþykktir samhljóða.
Pá var gengið til stjórnarkjörs. Undan endurkjöri báðust: Garðar Gíslason
hæstaréttardómari, Sigurður H. Guðjónsson hrl., Skúli Guðmundsson skrif-
stofustjóri og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari.
Tillaga var gerð um Gunnlaug Claessen, ríkislögmann, sem formann og var
hann kosinn einróma. Sama var um varaformann, Dögg Pálsdóttur skrifstofu-
stjóra.
Samþykkt var tillaga stjórnar um aðra stjórnarmenn, en þeir eru: Ásdís J.
Rafnar hdl. Helgi Jóhannsson hdl., Ingvar J. Rögnvaldsson skrifstofustjóri,
Markús Sigurbjörnsson prófessor og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari.
I varastjórn voru kjörnir: Arnljótur Björnsson prófessor, Eiríkur Tómasson
hrl., Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari, Hrafn Bragason hæstaréttardóm-
ari, Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., Stefán M. Stefánsson prófessor og Þór
Vilhjálmsson hæstaréttardómari.
Endurskoðendur voru kjörnir: Guðmundur Skaftason fyrrv. hæstaréttardóm-
ari og Helgi V. Jónsson hrl. Varaendurskoðendur voru kjörnir þeir: Friðgeir
Björnsson dómstjóri og Sigurður Baldursson hrl.
Að loknu stjórnarkjöri þakkaði nýkjörinn formaður það trúnaðartraust, sem
félagsmenn sýndu nýkjörinni stjórn. Pá flutti hann fráfarandi formanni og
stjórnarmönnum sérstakar þakkir fyrir vel unnin störf.
Fundarstjóri þakkaði síðan fundarsókn og sleit fundi.
Svo samandregið og endursagt.
Ingvar J. Rögnvaldsson
fundarritari
276