Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 5
Bergur Vigfús GK 53 er einn hinna
dæmigerbu vertíbarbáta sem ábur
voru stór hluti flotans en hefur
farib stöbugt fækkandi á undan-
förnum árum. Bergur Vigfús er 30
ára gamall 207 brl. austur-þýskur
stálbátur. Aldur hans segir meira
en mörg orb um ástand bátaflot-
ans. Skipstjóri á Bergi er Grétar
Mar Jónsson. Hann hefur verib á
bátum í 25 ár þar af skipstjóri í 18
ár og útgerbarmabur árum saman.
Hann er einn af skeleggustu and-
stæbingum kvótakerfisins og hefur
barist gegn því meb oddi og egg
frá því þab var sett á. Hann lýsir
hér í vibtali skobunum sínum á
ýmsum málum sem brenna á sjó-
mönnum og jrjóbinni allri.
Fyrst var Grétar spurður að því hvort
útgerð hefðbundinna vertíðarbáta vœri
að líða undir lok?
„Endurnýjun í þessum flota hefur
ekki veriö nein. Þessir bátar hafa veriö
úreltir og litlir togarar smíöaöir í stab-
inn," sagbi Grétar. „Þessi öldungur er í
góöu lagi og viö höfum fiskað ágæt-
lega á hann svo við skulum ekkert af-
skrifa hann strax."
Þegar viðtalið fer fram er aprílmán-
uður allur eftir, sem oftast hefur verið
talinn besti mánuður hefðbundinnar
vertíðar. Bergur Vigfús er á netaveiðum
á útilegu með 12 manna áhöfn og eru
teknir fjórir frídagar í mánuði. Aðra
daga er verið á veiðum en á þokkalega
stórum yfirbyggðum bát eins og þessum
er hœgt að vera við veiðar í nœr hvaða
veðri sem er.
„Það skal vera slæmt er ekki ef hægt
að draga netin," segir Grétar. „Þetta er
erfiðasta sjómennska sem stunduð er í
dag."
Bergur Vigfús er löngu búinn með
sinn eigin kvóta, 502 þorskígildistonn,
en er að fiska fyrir Þormóð ramma á
Siglufirði. Þormóður leggur til kvótann
og greiðir tiltekið verð fyrir hvert kíló.
Það er fyrst og fremst þorskur og ufsi
sem leitað er að en undanfarið hefur
Bergur Vigfús verið á flótta undan
þorskgengd um allan sjó og reynt að
seilast frekar eftir ufsanum en þorskur-
inn virðist hafa yfirtekið jafnvel hefð-
bundin ufsamiö. En hvernig er afkom-
an?
„Við erum á útilegu stærstan hluta
ársins og veiðum eingöngu í net. I
fyrra var hásetahluturinn 2.8 milljónir
en við fiskuðum fyrir 120 milljónir
alls. Þetta lítur heldur betur út það
sem af er þessu ári því við höfum þeg-
ar fiskað fyrir 53 milljónir. Þetta er
fyrst og fremst vegna þess að við höf-
um veriö að fá ágætt verð fyrir ufsann,
talsvert betra en í fyrra. Nú fékkst 67
króna meðalverð fyrir ufsann en var
33-35 krónur í febrúar í fyrra. Til sam-
anburðar var markaðsverð á óslægðum
þorski í janúar um 120 krónur fyrir
kíló."
Á flótta undan þorskinum
En það kemur fyrir lítið að fá gott
verð fyrir ufsann ef livergi er liœgt að
dýfa veiðarfœri í sjó fyrir þorski sem
enginn hefur kvóta fyrir. Sumir hafa
tekið svo djúpt í árinni að kalla mikla
fiskgengd við suðurströndina þorsk-
mengun. Hefur Grétar lent í vandrœð-
um?
„Við höfum verið á hálfgerðum
flótta. Við leitum að ufsa en á hefð-
bundnum ufsablettum þar sem hann
hefur alltaf verið á þessum árstíma er
þorskur fyrir. Menn kunna ekki á
þessu aðra skýringu en þá að það sé
meiri þorskur í sjónum en áður. Það er
samdóma álit allra sem að þessu koma.
Þetta hefur verið svona 2-3 undanfar-
in ár og í fyrra var mjög gott fiskirí
hérna á grunnslóðinni og nú er það
með allra skásta móti.
Þorskurinn gengur ekki bara á
grunnslóðina því í nóvember til febrú-
ar fiskuöu línubátarnir mög vel á
djúpslóð. Auðvitað hafa alltaf í gegn-
um tíðina komið glefsur á vertíðinni
sem hafa stundum haldið uppi aflan-
um. En þetta er miklu meira en í með-
alári og að mínu viti þarf að leita aftur
til 1970 til þess að finna aöra eins fisk-
gengd og nú er á svæðinu allt austan
frá Hornafirði með suðurströndinni."
Togararallið er fálm í myrkri
Nú kom fremur dapurlegur boðskap-
ur frá Hafrannsóknastofhun úr togara-
ralli vetrarins. Kaldur sjór, lítil viðkoma
og slœmar horfur, segja þeir. Hvað
finnst þér um þennan erkibiskups boð-
skap?
„Viö erum afskaplega ósáttir við
þetta blessaða togararall. Það má segja
að þetta sé bara fálm í myrkri. Það sem
er að þessu togararalli er í fyrsta lagi
tímasetningin. Þegar loðnan gengur
yfir svæðið þá fara þeir af stað. En þá
er þorskurinn ekki niðri við botn held-
ur uppi í sjó að elta loðnuna. Á þess-
um árstíma gefst oft vel að leggja net á
lóðningar sem eru 30-40 faðma uppi í
sjó í von um að sá fiskurinn komi nið-
ur einhvern tíma á sólarhringnum, t.d.
á fallaskiptunum. Þetta gengur oft eft-
ir.
Þetta sást best á dögunum þegar
Vestmannaeyin var í togararallinu hér
fyrir utan og fékk einn þorsk meðan
netabátar á slóöinni mokfiskuðu 4 og
5 tonn í hverja trossu.
Skýringin á þessu er ab mínu viti
einföld. Togararnir sem taka þátt í rall-
inu em með mjög þéttan möskva. Þeir
nota 80 mm í belginn og 40 mm
rækjunet í pokanum. Þegar við drög-
um rækjutroll togum við aldrei hraðar
en 1.5 - 2.2 mílur. Sé farið hraöar
myndast straumur út úr trollinu aftur
því möskvinn er svo þéttur. Togararnir
draga þetta þétta troll á 3.6 til 4.0
mílna hraða sem er hefðbundinn tog-
hraði miðað við 130-140 mm möskva-
stærð. Þetta hafa togaraskipstjórar sem
taka þátt í rallinu verið að benda á en
fiskifræðingamir hlusta ekki.
Svo taka þeir alltaf sömu togin ár
eftir ár á sama blettinum. Það er ekkert
tillit tekið til lóðninga á svæðinu,
tunglstöðu, fallaskipta og þess háttar.
Þeir sem eru að fiska færa sig til um
nokkrar mílur eftir lífinu í sjónum."
Skipstjóri sem hagaði sér svona
yrði rekinn
„Skipstjóri á veiðislóð sem myndi
nota þau vinnubrögð sem beitt er í
togararallinu yrði rekinn á morgun."
En hvað þarfþá að laga til þess að
togararallið nýtist sem mœlitœki?
„Ef við ætlum aö halda þessu áfram
þá verður að nota fleiri veiðarfæri en
ÆGIR APRÍL 1995 5