Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 18

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 18
Stofnmæling úthafsrækju 1988-1994 Unnur Skúladóttir, Ásta Gu&mundsdóttir, Gubmundur Skúli Bragason, Gunnar Pétursson, Sólmundur T. Einarsson og Stefán H. Brynjólfsson. Stofnmæling úthafsrækju hófst árið 1987. Stofnmæling- unni var breytt talsvert árið 1988, en síðan þá hefur hún verið gerð á sama hátt á útbreiðslusvæðunum fyrir norb- an og austan land. Hér verbur greint frá nokkrum niður- stöðum úr stofnmælingaleiðöngrum úthafsrækju und- anfarin 7 ár. Aðferöir og gagnasöfnun Stofnmæling úthafsrækju áriö 1988 var skipulögð meb hlibsjón af dreifingu rækjuaflans árin 1986 og 1987 sam- kvæmt veiðiskýrslum rækjuskipa. Staðsetningar þriggja fjórðu hluta toganna voru valdar tilviljanakennt með tölvu á útbreiðslusvæði rækju fyrir norðan og austan land (frá 24°15' V til 12°V og suður að 65°30'N). Skipstjórar r/s Drafnar og r/s Árna Friðrikssonar völdu önnur tog. Árið 1989 var Rauðatorgs-svæöinu bætt við og árib 1992 bættist Halinn við. Togstöðvum hefur síðan verið haldið þeim sömu öll árin á helstu svæðunum. í Bakkaflóa og Héraðs- djúpi hefur þó verið bætt við stöðvum nær landi. Stofn- mæling rækju hefur alltaf farið fram á r/s Dröfn en auk þess hafa annaðhvort r/s Árni Friðriksson eða r/s Bjarni Sæ- mundsson tekið hluta af stöðvunum. Stofnmælingin byggist á því aö reikna afla á sjómílu sem meðaltal í hverjum tilkynningarskyldureit. Fjöldi toga í hverjum reit er í réttu hlutfalli við afla í hverjum smáreit á viðmiðunarárunum 1986 og 1987. Fyrst er reiknaður þungi og fjöldi rækju miðað við yfirferð vörpunnar í fersjómílum. Meðalafli allra toga innan tilkynningarskyldureitsins er því næst margfaldaður með flatarmáli reitsins og deilt með yfir- ferð vörpunnar. í flatarmálsútreikningunum er miðað við þab dýpi innan reitsins sem er meira en 200 m og minna en 1. mynd. Togstöðvar í stofnmælingu úthafsrækju fyrir norðan og austan land. 700 m. í Hérabsdjúpi og Bakkaflóadjúpi er þó flatarmál á grynnra vatni tekið með. Þannig er gert ráð fyrir að rækjan sé jafndreifð yfir allt flatarmálið innan reitsins. Þessir út- reikningar gefa vísitölu stofnstærðar í þyngd. Þetta er ekki stofnstærðin sjálf heldur vísbending um stærð stofnsins og fer það eftir veiðanleika rækjunnar hvernig vísitalan er tengd raunverulegri stofnstærð. Veibanleikinn getur verib mismunandi eftir árum. Mjög mikilvægt er að toga á sömu stöðvunum ár eftir ár og eins er mikilvægt að hafa stöðluð veiðarfæri. Tafla 1 Helstu úthafsrækjusvæðin og tilkynningarskyldu- reitirnir sem þau ná yfir (2. mynd) Samantekin svæöi Svæöi Tilkynningarskyldureitir Jökuldjúp 423-424 Kolluáll 524, 474-475 Dohrnbanki 626-627, 676-677, 726-727 Hali 674-675 Noröurkantur 720-724, 770-771 Viö Sporðagrunn 620, 670 Noröurkantur-Grímsey Skagafjaröardjúp 619, 669 Viö Kolbeinsey 718-719, 768-769 Eyjafjaröaráll 618, 668 Viö Grímsey 617, 667, 717 Viö Sléttugrunn 66S-666, 715-716 Sléttugrunn-Hérabsdjúp Langanesdjúp 663-664, 713-714 Bakkaflóadjúp 613-614 Héraösdjúp 562-564 Rauöa torgiö 460-462, 510-512 Berufjaröaráll 413 Lónsdjúp 364, 414 Rósagaröur 310-311,360-361 í 771 770 769 768 727 726 724 723 722 721 720 719 718 717 716 715 714 713 677 676 675 674 671 670 669 668 667 666 665 664 663 662 627 626 £ 620 619 r1 618 • 617 V/ 616 P3' 614 613 612 611 s -TjM \ V 2564 V 563 562 561 524 3T í 512 511 510 475 474 > 462 461 460 424 423 ,3 -_ö= 414 413 K 364 361 360 311 310 2. mynd. Tilkynningarskyldureitir þar sem úthafsrækja er veidd. 18 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.