Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 10
kerfið sem er sjómönnum fjandsam-
legt og allt hans starf hefur miðað að
því að festa það í sessi. Við höfum sagt
að hann væri eins og strengjabrúða
LÍÚ og dansi eftir þeirra stjórn. Þeir
eru eins og Baldur og Konni, Þorsteinn
Pálsson og Kristján Ragnarsson."
Hver viltu að verði sjávarútvegsráð-
herra eftir kosningar?
„Eg vil alls ekki Þorstein Pálsson eða
Haildór Ásgrímsson. Það eru verstu
sjávarútvegsráðherrar íslandssögunnar.
Halldór innleiddi vitleysuna og Þor-
stein viðhélt henni. Ef Sjálfstæðis-
flokkurinn verður áfram með þetta
ráðuneyti hefði ég viljað sjá Einar K.
Guðfinnsson eða Einar Odd Kristjáns-
son sem sjávarútvegsráðherra. Úr hópi
Alþýðuflokksmanna hefði ég viljað sjá
Össur eða Sighvat. Framsóknarmenn
myndu bara viðhalda kerfinu og koma
því ekki til greina. Ástandið er vont og
versnar og þess er vænst að nýr ráð-
herra geri einhverjar breytingar."
Matti var bestur
Hver finnst þér hafa verið besti sjáv-
aríítvegsráðherra á síðari árum?
„Matthías Bjarnason verður að fá að
eiga það að hann hlustabi á fleiri en
fræbingana."
Grétar Mar var árum saman félags-
maður í LíÚ þegar hann fékkst við út-
gerð sjálfur. Hann segir að LÍÚ sé
þannig uþpbyggt að þar muni hags-
munir stórra fyrirtœkja alltafverða í
fyrirrúmi. Aðilar greiði atkvœði eftir
stœrð skipa og því geti t.d. tvö stór fyrir-
tœki á Suðumesjum ráðið því sem þau
vilja ráða í Útvegsmannafélagi Suður-
nesja. Hvert skip hefur eitt atkvœði og
að auki eitt atkvœði fyrir hver 25
brúttótonn. Þannig hefur 5 tonna bátur
1 atkvœði en 300 tonna bátur 13 at-
kvceði.
„Þetta er innbyggt í skipulagið og
verður aldrei öðruvísi hvað sem menn
segja."
Verður stríð á íslandi út
af kvótanum?
Þú ert svarinn andstœðingur kvóta-
kerfisins og hefur barist gegn því um
árabil. Ertu að berjast við vindmyllur?
„Þetta kerfi er þjóðhagslega óhag-
kvæmt og hættulegt. í öllum þjóðfé-
lögum þar sem auölindirnar eru teknar
frá fólkinu og færbar á örfárra manna
hendur verður blóöug bylting."
Verður stríð á íslandi út afkvótakerf-
inu?
„Ég held að það sé nær því nú en
oft áður. Þegar búið er að taka allt af
a blöðin alltaf á
taö og aögengi-
trenær sem er
UU U J _r j í/ Jffi Lh Ufifi Jfifi/UJ
Falleg handgerð box, leðurlíki á kili, gylling á vínrauðum feldi
Hvert boc kostar
aðeins 700 kr. án
vsk. (934 með
vsk) ef þau eru
sótt til Skerplu að
Suðurlandsbraut
10 í Reykjavík. Ef
senda á boxin
bætist við pökk-
unar- og send-
ingarkostnaður að
upphæð 90
krónur.
Hvert box tekur
einn árgang af
Ægi og Útvegs-
tölum. Ártalið er
gyllt á kili.
Takið því fram
við pöntun fyrir
hvaða árgang
boxin eru ætluð.
Boxin nýtast líka
fyrir eldri árganga
af Ægi.
Vandað handverk
sem sómir sér vel í
hverri hillu.
Pöntunarsími hjá Skerplu 568 1225