Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 32

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 32
Islenskar sjómælingar Danir lögðu grunninn Um aldir notuðu íslenskir sjómenn ekki sjókort í hefö- bundnum skilningi þess orðs heldur létu landið leiða sig um fiskimið og á leið til og frá höfn. Fiskimið og leiða- lýsingar voru gjarnan færð í bundið mál notendum til hægðarauka og hefur mikið af slíku varðveist til þessa dags. Dæmi eru um 32 erinda langa leiðalýsingu á sjó eftir Hallvarð Hallsson á Horni. Fyrsta eiginlega sjókortið kom út 1788. Það var af Faxa- flóa og byggði á mælingum H. E. Minor skipstjóra hjá ís- landsversluninni. Kort þetta var eitt af fyrstu kortunum sem danska sjómælingastofnunin gaf út. Á árunum 1800-1818 var strandlengja íslands þríhyrn- ingamæld, ekki aöeins til að ákvarða legu landsins og lögun heldur til þess að gefa út sómasamleg sjókort af ströndum þess. Afrakstur þessara mælinga var gefinn út á kortum á árunum 1820-1823. Sjómælingar lágu eftir það niðri til árs- ins 1862 þegar dönskum varðskipum var skipað að fást við sjómælingar jafnframt gæslu. Lítið var þó um mælingar, utan eitt kort af Húnaflóa, en 1898 var veitt sér- staklega fé til sjómælinga við ísland og svo á hverju ári fram til 1908 þegar mælingum var talið lokið að sinni. Og í sumum til- vikum byggja sjókort dagsins í dag enn á þeim mælingum sem Danir gerðu hér við land á þessum árum en þeir önn- uðust sjómælingar við ísland fram undir miðja öldina. Á árunum 1929-1931 starfaði fyrsti íslendingurinn við sjómælingar ásamt dönskum mælingamönnum og kynnti sér starf dönsku sjómælingastofnunarinnar. Hann starfaði síðan sjálfstætt hérlendis undir verndarvæng vitamálastjóra en annar starfsmaður til sjómælinga bætist svo við 1937. Latur q Fyrstu mælingarnar voru stundaðar á leiguskipum, vitaskipum eða varð- skipum en 1946 eignuðust Sjómæl- 32 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.