Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 44

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 44
1. Venjuleg mynd. Sjávarbotn ásamt dýpisupplýsingum og sjávarhita. 2. Venjuleg mynd / botnlæsing. Venjuleg mynd kemur á efri hluta skjásins, en í nebri hluta skjásins kemur botnstækkunin. Botnstækkunin getur verib ýmist; 0- 5m, 0-10 m og 0—20 m. Sendiorka: 580W rms. Senditíbni: 50 KHz. Skjáupplýsingar mælisins eru á ensku. Leibarvísir er á ensku. SKIPPER / ROYAL CS 400 k o s t a r 78.500 kr. meb botnstykki. 8" skjár meb 1000W og fjarstýringu kostar 135.500 kr. án botnstykkis. Söiu- og þjónustuumboö er Sínus hf., Grandagaröi la, Reykjavík ICOM FF-88 Mælirinn er búinn 8" myndskjá. Mælirinn hefur 12 liti sem gefa til kynna styrk hinna mismunandi end- urvarpa. Bakgrunnur skjámyndarinnar er blár. Hægt er aö velja á milli 9 fjarlægöar- sviöa. Minnsta fjarlægbarsviö er 5 metrar en lengsta sviö er 640 metrar. Myndfærslan er samtengd hraba skipsins. Púlslengd og sendingarhrabi fylgja sjálfvirkt fjarlægöarsviöi mælisins. Hægt er ab velja 6 mismunandi skjámyndir. 1. Venjuleg mynd. Sjávarbotn ásamt dýpisupplýsingum. 2. Færanleg stækkun. Hægt er ab velja stækkunarsviö hvar sem er upp í sjó, stækkunin í sviöinu kemur fram á neöri hluta skjásins. 3. Botnlæsing. Botnstækkunin kemur fram á neðri hluta skjásins. Botnlag- iö í stækkunni er bein lína þrátt fyr- ir að botndýpið breytist. Botnlína, sem sýnir hvaöa svið er verið aö stækka upp, kemur fyrir ofan sjávar- botninn 4. Venjuleg mynd og upplýsingar. Sjávarbotninn kemur í efri hiuta skjásins, í neðri hlutanum koma upplýsingar um staö skipsins, leiö- arpunkt sem siglt er til, sjávarhita og fleiri upplýsingar sem eru frá GPS. 5. Venjuleg mynd og kompás. Hægt er að fá siglingaupplýsingar á neðri hluta myndarinnar. Stefna skipsins ásamt staösetningu. 6. Valseðill. í valseðli eru gerðar hinar ýmsu aðgerðir sem ekki þörf á að nota stööugt, t.d. skipta um púls- lengd o.fl. Hægt er að tengja inn á mælinn GPS og hin ýmsu tæki meö NMEA- 0183. Mælirinn getur gefið frá sér upplýs- ingar til annara tækja, t.d. sjávardýpi, sjávarhita og sigldan hraða. Sendiorka: 600W rms. Senditíöni: 50 KHz. Skjáupplýsingar og valseðill mælis- ins eru á ensku. Leiðarvísir er á ís- lensku. ICOM FF-88 kostar 108.000 kr. með botnstykki. Sölu- og þjónustuumboö er R. Sig- mundsson hf., Tryggvagötu 8, Reykja- vík. HONDEX HE-705 MK2 Mælirinn er búinn 10" myndskjá. 16 litir gefa til kynna styrk hinna mismunandi endurvarpa. Mælirinn hefur 15 sjálfvirk fjar- lægðarsvið. Minnsta fjarlægðarsviðið er 8 m, en lengsta er 1000 m. Truflanadeyfir er fyrir truflanir sem orsakast frá mælum sem hafa sömu senditíðni. Hægt er að velja 6 mismunandi skjámyndir. 1. Venjuleg mynd. Botn kemur fram ásamt dýpisupplýsingum. 2. Sjálfvirkt svib. Þegar skipt er yfir á sjálfvirkt svið og mælirinn stilltur á t.d. 80 metra fjarlægðarsvið heldur mælirinn botninum á ákveðnu sviði á skjánum. Verði dýpið meira færist fjarlægðarsvið hans og byrjar nú á 20 m til 100 m. 3. Venjuleg mynd og færanleg stækk- un. Skjánum er skipt í tvær hliö- stæðar myndir og hægt er að velja stækkunarsvið hvar sem er upp í sjó, sviðstækkunin kemur fram vinstra megin við venjulegu mvnd- ina. 4. Sjálfvirkt svib og færanleg stækkun. 5. Venjuleg mynd og botnlæsing. Botnstækkunin kemur vinstra meg- in á skjánum, botnlagið í stækkunni er bein lína þrátt fyrir ab botndýpið breytist. 6. Sjálfvirkt svið og færanleg stækkun. Valmynd 1 og 2. í valmyndunum er hægt að gera hinar ýmsu breytingar sem ekki er þörf á að breyta í hvert sinn sem mælirinn er notaður. Sendiorka: 1200 W RMS. Senditíðni: 50 KHz. Hondex HE 705 kostar 159.000 kr. með botnstykki. Skjáupplýsingar og valseðill mælis- ins eru á ensku. Leiðarvísir er á ís- lensku. 44 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.