Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 20

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 20
Tafla 3 Nýliðun úthafsrækju. Hluti vísitölu rækju, 12-17 ,5 mm að skjaldarlengd Svæ&i/ár 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Noröurkantur-Grímsey 4,1 5,0 8,2 8,4 6,4 7,2 9,6 Sléttugrunn og Langanesdjúp 2,0 1,7 2,2 4,5 2,2 4,7 2,3 Bakkaflóadjúp og Héraösdjúp 1,1 1,6 1,0 2,3 5,3 2,1 4,4 Noröurkantur-Hérabsdjúp alls 7,1 8,3 11,3 15,2 13,9 14,0 16,3 Tafla 4 Stofnvísitölur úthafsrækju Svæði/ár 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 Noröurkantur-Grímsey 30,2 22,9 39,2 50,6 30,1 36,9 47,8 Sléttugrunn og Langanesdjúp 6,2 4,4 7,4 12,4 9,9 17,2 9,3 Bakkaflóadjúp og Héraösdjúp 2,9 5,6 4,2 7,2 13,3 7,9 11,9 Norburkantur-Héraösdjúp alls 39,3 32,8 50,8 70,2 53,3 62,0 69,0 Hali 0,9 0,9 1,7 Rauöa torgiö 2,4 2,8 3,8 1,9 3,7 Þegar nýliðunartölur þessara tveggja svæða, Sléttugrunn- Langanesdjúp og Bakkaflóadjúp-Héraðsdjúp, eru lagðar saman er útkoman nokkuð jöfn síðustu 4 árin en samt tvö- falt hærri en árin 1988-1990. Ennfremur má segja að nýlið- un rækjunnar á öllu athugunarsvæðinu Norðurkantur-Hér- aðsdjúp hafi verið um tvöfalt meiri síðustu 4 árin en árin 1988 og 1989. Stofnvísitölur Til þess að kanna hvar þéttleiki rækjunnar væri mestur voru stofnvísitölur fyrst reiknaðar út á hvern smáreit (5. mynd). Svo sem sjá má er mikill þéttleiki á mörgum reitum fyrir vestan 19° V lengdar, en það er ólíkt útbreiðslu smá- rækju. Þó er einnig há vísitala á svæðum þar sem ungrækj- an heldur sig, svo sem vib Grímsey, við Sléttugrunn og fyrir austan land. í töflu 4 eru sýndar vísitölur á helstu svæðun- um. Vísitalan er þar fyrst reiknuö út á hvern tilkynningar- skyldureit og vísitölur reitanna þvínæst lagðar saman til þess aö fá heildarvísitölu fyrir hvert svæði. Svæöiö Norður- kantur-Grímsey er þýðingarmest. Á árunum 1988-1990 var 5. mynd. Stofnvísitala rækju eftir smáreitum 1994 (x 1000). vísitalan á þessu svæði tvisvar til þrisvar sinnum hærri en af eystra svæöinu Sléttugrunn-Héraðsdjúp (tafla 4). Vísitalan á svæbinu Norðurkantur-Grímsey var hæst árið 1991 (50,6) en lækkaði mjög árið 1992. Árin 1993 og 1994 hækkaði vísitalan a ný og var þá orðin sambærileg við vísitöluna 1991. Á svæðinu Sléttugrunn og Langanesdjúp hefur stofn- vísitala hækkab smám saman meb töluverðum sveiflum þó úr 6,2 árið 1988 í 17,2 árið 1993, en árið 1994 féll hún í 9,3. Stofnvísitala á svæðinu Bakkaflóadjúp og Héraðsdjúp hefur líka hækkað með frávikum smám saman úr 2,9 árið 1988 í 11.9 árið 1994. Ef litið er á allt svæðið Norðurkantur-Héraðsdjúp (öll svæbin nema Hali og Rauða torgið) má segja að allt frá ár- inu 1989 hafi stofnvísitalan verið aö aukast, eða úr 32,8 í 68.9 árið 1994 ef árið 1991 er undanskilið (6. mynd). í töflu 4 eru einnig birtar stofnvísitölur fyrir Halann og Rauba torgið. Á Rauða torginu hafa hæstu vísitölurnar mælst árin 1991 og 1994, eða 3,8 og 3,7. Þetta er í samræmi við flest önnur svæöi þessi sömu ár. Stofnvísitölur hafa hækkað á Halanum frá árunum 1992 og 1993 úr 0,9 í 1,7 árið 1994. Stærð rækju Meðalstærð rækju (fjöldi/kg) í aðaltrolliö var mjög mis- munandi eftir svæðum (tafla 5). Stærstu rækjuna er ávallt að finna á Norðurkanti, við Kolbeinsey, en einnig stundum í Eyjafjarðarál. Þess vegna eru þessi þrjú svæði tekin saman við útreikninga á meðalfjölda í kg. Fyrir allt árabilið 1988-1994 voru að meðaltali 171 stk/kg á þessum svæbum. Öll önnur svæbi við Norðurland voru því næst sameinuð, jafnvel þótt rækjan væri misstór og oftast smæst viö Gríms- ey og Sléttugrunn. Þarna var rækjan mun smærri heldur en á ytri svæöunum eða að meðaltali 264 stk/kg árin 1988-1994. í Bakkaflóadjúpi og í Héraðsdjúpi er rækjan enn smærri eba 279 stk/kg að meðaltali fyrir öll árin. Þegar þessi þrjú svæði eru vegin saman með stofnvísitölunum kemur í ljós að fjöldi í kg á svæðinu Norðurkantur-Héraðsdjúp hefur 20 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.