Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 43

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 43
mismunandi lita sem gefa til kynna styrk hinna mismunandi endurvarpa. Bakgrunnur skjámyndarinnar getur verið mismunandi eftir dagsbirtu- eða næturmynd. Mælirinn hefur 8 fjarlægðarsvið, og hefur bæði handvirka og sjálfvirka sviðskiptingu, Minnsta fjarlægðarsviö er 1 m, en lengsta sviðið er 2000 m. Hægt er að velja 6 mismunandi skjámyndir. 1. Venjuleg mynd. Sjávarbotn ásamt dýpisupplýsingum. 2. Venjuleg mynd og botnlæsing. Myndinni er tvískipt, botnstækkun- in kemur vinstra megin á skjánum en venjulega myndin hægra megin. Botnlagið í stækkunni er bein lína þrátt fyrir að botndýpið breytist. 3. Venjuleg mynd og færanleg stækk- un. Hægt er að stækka sviö hvar sem er upp i sjó, stækkunin kemur fram á vinstri hluta skjásins. Stækk- unin hefur 8 sviðskiptingar. 4. Venjuleg mynd og siglingaupplýs- ingar. Hægt er að fá upplýsingar um siglinguna á skjá mælisins. Upplýs- ingarnar eru: Hraði, dýpi, stefna í næsta leiðarpunkt, eigin stefna, frá- vik frá stefnu, stað skipsins, sjávar- hiti o.fl. 5. Valmynd 1. í þessari valmynd eru gerðar hinar ýmsu dýpisbreytingar. 6. Valmynd 2. Hér er vallisti og gefst kostur á að gera breytingar á 10 mis- munandi abgerðum, m.a. ýmsar truflanadeyfingar, myndhraba o.fl. Það er hægt að fá við mælinn botn- stykki fyrir sigldan hraða og sjávarhita. Mælirinn getur tengst GPS og hinum ýmsu tækjum með NMEA-0183 teng- ingu. Mælirinn getur sent til annara tækja upplýsingar um dýpi, sjávarhita og sigldan hraða Sendiorka: 1000W rms. Senditíðni: 28 eða 50 KHz. Skjáupplýsingar og valseðill eru á ensku. Leiðarvísir er á ensku. SUZUKI ES-1050 kostar 238.000 kr. með botnstykki. Sölu- og þjónustuumboð er Elcon hf., Grandagarði lb, Reykjavík. SKIPPER / ROYAL CS 400 Mælirinn er búinn 6" myndskjá. Átta litir gefa til kynna styrk hinna mismunandi endurvarpa. Baklitur er svartur. Hægt er ab velja á milli 7 fjarlægðar- sviða sem getur verið handvirk eða sjálfvirk skipting. Minnsta fjarlægðarsviö er 10 m, en lengsta svið er 400 m. Mælirinn er búinn bæði grunn- og dýpisaðvörun. Móttökustyrkur getur verið ýmist handstilltur eba sjálfstilltur. Skjámyndir eru tvær. Raytheon V850 and V8010 Color Fishfinder/Plotters DÝPTARMÆLAR fyrir lítil og stór skip RAFHUS Fiskislóð 94 • 101 Reykjavík Sími: 562 1616 • Fax: 562 7366 Hafnargötu 38 • 230 Keflavík Sími: 91-11775 • Fax 92-15844 ÆGIR APRÍL 1995 43

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.