Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 8
Austur-þýskur öldungur Bergur Vigfús GK er í rauninni fljótandi minnisvarði um síldarárin. Hann var smíðaður þegar síldveiði var mikil og bjartsýni ríkti um áfram- haldandi miklar veiðar. Þjóðina vantaði stærri síldarbáta og gerði hiklaust stóra samninga um smíðar erlendis. Nýsmíði nr. 113 frá Veb Elbewerft í Boizenburg í Austur-Þýskalandi var afhent í rnars 1965 til Gullbergs hf. á Seyðisfirði og hlaut nafnið Gullver NS 12. Gullver var gerður út frá Seyðis- firöi til 1973 en frá 1971 undir nafninu Gullberg NS 11. 1973 var Gullberg- ið selt til Hornafjarðar þar sem Haukur Runólfsson hf. gerði það út undir nafninu Skógey SF 53 og þaðan var það síðan selt til Njáls hf. í Garbi í des- ember 1993 og hlaut þá nafniö Bergur Vigfús GK 53. Njáll hf. gerir auk þess út bátana Sigurfara, Unu í Garði, Eldeyjar-Súlu, Benna Sæm og Baldur. Á árunum 1964 til 65 voru srníðuð 17 skip eftir þessari sömu teikningu, 10 í Boizenburg, 4 í Florö í Noregi og 3 í Zaandan í Hollandi. Árin 1966 til 1967 komu 10 skip til viðbótar 80 cm lengri en aö öðru leyti eins og voru 8 byggð í Boizenburg en 2 í Hommelvik í Noregi. Árið 1988 var byggt yfir Skógeyna og 1986 var skipt um aðalvél og sett samkonar vél og áður, 660 hestafla Mirrlees Blackstone. Mesta lengd er 34,25 metrar og breiddin er 7.20. Báturinn er skráður 207 brúttórúmlestir en 302 brúttótonn. Grétar Mar Jónsson skipstjóri á Bergi segir að öldungurinn sé traust og gott skip við ágæta heilsu þó aldurinn sé auðvitað farinn að segja til sín. (Upplýsingar um feril skipsins lét Fiskifélag íslands í té.) vinnubrögöum þar sem allir njósna um alla. Það sem við þurfum er betra kerfi. Það hefur sáralítib verið tekið á þessum málum og það eru mjög margir aðilar flæktir í svona mál í meira eða minna mæli. Stór fyrirtæki hafa heimild til úr- taksvigtunar og það er erfitt að fylgjast með þessu. í þessari atvinnugrein er neðanjarðarhagkerfib alveg á fullu." Hefur kvútakerfiö þá komið verst nið- ur á fiskinum sem því er cetlað að vemda? „Þetta hefur tvímælalaust versnað eftir því sem kvótinn hefur verið skert- ur. Menn eru að verða komnir í þrot. Þetta sést best á því að leiguverð á kvóta skuli vera nálægt markaðsverði á þorski. Þetta er auðvitað botnlaust rugl og sér hver heilvita maður að þetta getur ekki gengið en þarna eru menn að verja sig með því að leigja sér kvóta til þess ab eiga fyrir meðaflanum frekar en að henda honum eba eiga á hættu aö missa veiðileyfið. Þá er betri kostur að leigja kvótann þó menn hafi ekkert upp úr því nema skaöann. Þeir sem gera þetta neyðast aubvitað til þess að láta sjómennina taka þátt í kaupunum og í flestum tilvikum er það gert að fullu þ.e. fullt verð kvótans er dregið frá fyrir skipti." Púkar á fjósbita fitna En einhverjir hljóta að liagnast á þessum viðskiptum? „Það eru púkar á fjósbitanum sem fitna af öllu saman. Eins og staðan er í dag eru það í rauninni bara vitleysing- ar sem eru að gera út. Eina vitið er að leigja frá sér kvótann. Þetta gera stóru fyrirtækin sem beita skipum sínum á tegundir utan landhelgi. Þau hafa hagnast vel á því undanfarin ár að leigja illa stöddum litlum útgerbum þann kvóta sem ekki er notaður. Sá kvóti sem er leigður kemur nær ein- göngu af stærri skipum. Mörg þessi skip fiska fyrir meira en 400 milljónir en eyða aðeins 100 tonnum af þorsk- kvóta til þess og leigja afganginn. Dæmi eru um stórt skip sem veiddi eitt árib fyrir 450 milljónir en eyddi í það 60 þorskígildum og gat leigt eða lánað mörg hundruð tonn af þorski. Tölur um góða afkomu og hagnab eiga oft sína rót í þessu. Menn horfa með lotningu til þessara snillinga sem eru að skila svo miklum arbi en hann er tilkominn á kostnab þeirra sem eng- an kvóta eiga. Þetta er raunveruleik- inn." Þannig vill Grétar Mar meina að góð afkoma stórra sjávarútvegsfyrirtcekja hvíli á nauðungarsamningum sjó- manna sem eru neyddir til að taka þátt í kvótakaupum illra staddra útgerða. Nú hefur Sjómannasambandið mikið barist gegn kvótakaupum sjómanna en eins og þú lýsir þessu standa sjómenn frammi fyrir því að taka þátt í kvóta- kaupum eða missa vinnuna. Er ekki barátta gegn þessu vonlaus? „Þetta þarf ekki að vera vonlaust en það versta er að Sjómannasambandið sjálft hefur ekki beint spjótum sínum í rétta átt. Þeir hafa talið að aflamarks- kerfið væri þab sem ætti að vera, það þyrfti bara að laga það. En þab er ekki 8 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.