Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 11

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 11
mönnum, eins og stjórnvöld eru að gera viö trillukarlana, þá fer þeim að verða sama hvar þeir sofa, hvort þab er á Litla-Hrauni eða annars stað- ar." Er þetta þá hœthilegt ástand? „Það er svo hróplegt óréttlæti og misrétti sem felst í þessu kerfi með frjálsu framsali á veiði- heimildum. Þannig getur heilt bæjarfélag, at- vinna fólks og fasteignaverð, staðið og fallið með duttlungum eins útgerðarmanns sem á kvót- ann." Hvert er þitt álit á deilunni um fiskverð? „Það er aðeins eitt sem gildir. Það verður að lögleiða að allur fiskur fari á markað. Við á Bergi Vigfús erum betur settir en margir abrir sjómenn. við setjum allan kvóta sem báturinn á sjálfur á fiskmarkað og allan ufsa ab auki. Margir sjómenn sem verba að sæta föstum viðskiptum fá mun lægra verð og verst eru stóru fyrirtækin sem mörg hver borga smánarlaun. Þetta er mikil mismunun gagnvart sjómönnum og það má segja að það sé að safnast púbur í tunnu sem er tímaspursmál hvenær springur." Finnst veiðileyfagjald eðlilegt En hver er lausnin? Viltu binda kvótann við byggðarlögin? „Nei það er ekki endilega lausnin. Við erum 250 þúsund manna veiðimannaþjóðfélag og eig- um að veiba þegar veiðin gefst. Við erum alltaf að berjast gegn því að vera veiðimannaþjóðfélag. Vib viljum bara vinna frá 9-5 og fá passlega mik- ið af fiski í viku í frystihúsið allt árið. Þjóöfélagið er alltaf að þræta fyrir að vera veiðimannaþjóbfé- lag en vib getum ekki afneitaö eðli okkar. Vertíðarsveiflur hafa verið og verða alltaf en á seinni árum höfum við séð hluti eins og helgarvinnubann yfir sumar- ið sem er tómt rugl" / Ijósi þess hvernig þú talar um kvótann, ertu þá fylgismaður veiðileyfagjalds? „Já. Mér hefbi fundist eðlilegt að borga veiðileyfagjald, 5-10 krónur á kíló. Þessu fé yrði að halda inni í sjávarútvegsgeiran- um og yrði notaður til þess að styðja nýsköpun. Ég vil að kvótinn sé eign þjóöarinnar í alvöru og vib fáum að fara á sjó og veiða eftir ákveðnum reglum og tímabil- um." □ Við bjóðum þjónustu á eftirtöldum verksviðum: Viögeröir á stýrisvélum af öllum geröum og stæröum, bjóöum nýjar stýrisvélar og varahluti í eldri geröir. Viðgeröir á tjökkum og dælukerfum bíla og skipskrana. Smíöi á dælukerfum fyrir vökvakerfi stýrisvéla og spilkerfa. Viögerðir á línu og netaspilum jafnt og togspilum. Seljum sjálfstýringar frá Scan Steering og ComNav, stýrisvélar frá Scan Steering, Tenfjord, Emil Bolsvík og Frydenbö. Seljum TREFJA skipshurðir í fjórum stæröum með gluggum, læsingum, körmum úr áli eða stáli og snerlum úr rústfríu stáli. Smíðum eldvarnarhuröir eftir pöntunum. Tökum að okkur hverskonar háþrístilagnir, viögeröir á ventlum, lokum og hverskonar rennismíöi. Umboðsaðili fyrir Tenfjord og Frydenbö stýrisvélar. Varahlutir og viðgerðarþjónusta allan sólarhringinn. Látið fagmenn vinna verkið. Frá Scan Steering APS. Danmörku. Stýrisvélar, dælusett, sjálfstýringar og vökvakerfi. önnumst uppsetningar og þjónustu. GARÐAR SIGURÐSSON STÝRISVÉLAÞJÓNUSTA Stýrisvél W Attu ráttu tækin ef slys ber að? • Sjúkrabörur • Spelkur • Blástursbelgir • Augnskol Einungis úrvals vörur Donna ÆGIR APRÍL 1995 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.