Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 22
9. mynd. Gullkarfi, meðalfjöldi í togi árin 1988-1994.
10. mynd. Grálúða, meðalfjöldi ítogi árin 1988-1994.
11. mynd. Þorskur, meðalfjöldi í togi árin 1988-1994.
Aukaafli
Aukaafli í aðaltrollið var einkum gullkarfi, grálúöa,
loðna, mjórar, skrápflúra, gaddþvari, ísrækja, ljósáta og ein-
staka sinnum þorskur. Hér verður aðeins gerð grein fyrir
fisktegundunum gullkarfa, grálúðu og þorski.
Á 9. mynd er sýnd meðalútbreiðsla gullkarfa á árunum
1988-1994. Svo sem sjá má er að jafnaði mest af gullkarfa á
smáreitnum 719c, eða 496 stk. í togi að meðaltali og er það
næstum árvisst. Á reit 670a voru að meðaltali 283 stk. í togi
af gullkarfa. Þarna voru yfirleitt 20-104 stk. en árið 1989
voru þarna 1761 stk. í togi að meðaltali í smáreitnum. Á
smáreitunum 721c, 720b, 720d og 618a voru 120-250 stk.
af gullkarfa í togi að meðaltali en þéttleikinn var misjafn
eftir árum. Gullkarfinn var nær alltaf smár.
Meðalútbreiðsla grálúðu á árunum 1988-1994 er sýnd á
10. mynd. Útbreiðsla grálúðu á aöalveiðisvæði rækjunnar er
nokkuð jöfn og árviss. Hvergi er mjög mikið af grálúðu, eða
alltaf minna en 80 stk. í togi. Mjög víða fást 10-30 stk. í
togi og eins fást á nokkrum smáreitum 30-50 stk í togi, en
það er einkum norðan 67° N breiddar.
Þorskurinn fékkst helst næst landi, sjá 11. mynd. Á smá-
reitunum 620c, 669c og 617a fengust milli 30 og 80 þorskar
í togi aö meðaltali árin 1988-1994. Meðaltöl sýna alls ekki
neitt árvisst ástand heldur skapast þetta af stöku göngum
þorsks yfir á rækjusvæðið. Þannig fengust 288 þorskar í togi
á smáreit 620c árið 1991, en önnur ár fengust þar fáir.
Sömu sögu er að segja um þorsk á smáreit 617a, en þar
fengust að meðaltali 205 þorskar í togi árið 1988. Annars
staðar voru yfirleitt engir eöa mjög fáir þorskar. í Djúpál (r.
674d) fengust 674 þorskar í togi árið 1994, en nánast engir
árin 1992 og 1993.
Niðurlagsorð
Unnt er að meta stofnvístölur rækju síðustu 7 árin á
tvennan hátt. í fyrsta lagi mætti líta svo á að stofninn hafi
aukist frá árunum 1988 og 1989 til ársins 1991. Eftir það
má telja að stofninn hafi verið nokkuð jafn í fjögur ár en
mismunandi veiðanleiki í stofnmælingunum komi fram í
dálitlum sveiflum á stofnvísitölu. Hinn möguleikinn og sá
sem viö höfum meiri trú á er að stofninn hafi aukist jafnt
og þétt frá 1989 til 1994, en jafnframt gert ráð fyrir að hin
háa stofnvísitala árið 1991 stafi af miklu meiri veiðanleika
það árið heldur en hin árin. Það er líka í meira samræmi við
hækkandi afla á sóknareiningu hjá veiðiskipum hin síðustu
ár. Smækkun rækjunnar og lækkandi hlutfall kvendýra get-
ur bent til meiri aukningar á smárækju en stórri rækju. Auk-
in nýliðun í nokkur ár í röð ætti því að skila sér í aukinni
stofnstærð.
Þakkir
Arið 1988 var lögð töluverð vinna í að setja niður tog vegna
stofímœlingar úthafsrcekju og iögðu skipstjórarnir Gunnar Jóns-
son, Ragnar G. D. Hermannsson og Guðmundur Bjamason sitt af
mörkum við staðsetningar þeirra. Þá tók Hrafhkell Eiríksson fiski-
fraeðingur drjúgan þátt í stofnmœlingunum árin 1988-1993 og
eins í upphaflegri skipulagningu árið 1988. Einnig ber að þakka
áhöfnum r/s Drafnar, r/s Árna Friðrikssonar, r/s Bjarna Sce-
mundssonar sem og öðru starfsfólki Hafrannsóknastofnunar sem
þátt tóku í þessu verkefni fyrir margvísleg störfsín. Loks á Ólafur
Ástþórsson þakkir skildar fyrir ýmsar góðar ábendingar. □
22 ÆGIR APRÍL 1995