Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 30

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 30
Lífshagsmunamál þjóðarinnar Hugleiðingar eftir stofnun félagsins SJÁVARNYTJAR, 14. mars 1995 Marteinn Fribriksson. Þab var á Fiskiþingi 1991 ab ég vakti máls á þeirri gífurlegu samkeppni sem abalatvinnuvegur okkar er í vib sjávarspendýr og fugla. Veibiskapur okkar er á síbasta stigi í lífkebjunni. Þess vegna verbum vib ab sætta okk- ur vib molana sem falla af borbum þessara dýrategunda, ef eitthvab verbur þá eftir. Eg lagbi talsvert mikla vinnu í að afla gagna og reikna út heildar fæðu- nám þessara dýra, en komst að sjálf- sögöu í vandræði vegna skorts á upp- lýsingum og varð að geta í eyðurnar, enda tók ég jafnan fram að ekki væri um að ræða annað en líklegar tilgátur og áætlanir. Þannig er það einnig hjá vísindamönnum okkar. Vegna alfrið- unar margra hvalategunda um langan tíma eru aöeins ágiskanir um magn og samsetningu fæðunnar. í hrefnurann- sóknum þeirra Jóhanns Sigurjónssonar og Antons Galan skobuðu þeir inni- hald í maga 58 dýra og draga saman niðurstöður sínar þannig: „44,8% contained fish only, 24,1% krill only, 29,3% fish and krill together an one animal (1,7%) had a emty stomach". Þetta er talið jafna sig upp með 60% fisk og 40% átu. Svona verk eru tíma- frek og kosta mikla fjármuni, þó ekki væri annað en að fylgjast meb ferða- lagi hinna ýmsu tegunda og útbreiðslu þeirra eftir árstímum, en tækni til þess er þekkt meö sendum og gervihnatta- móttöku. Tegundasamsetning fæðu dýranna verbur aldrei staðfest eða skoðuð til hlítar nema meö veiöum og rannsóknum á innihaldi meltingar- færa. Fæðuþörf hvala 1-8% af þyngdá dag Ég reiknaði með að meðaltalsfæðu- öflun hvala væri 4% af þyngd á dag og 5% af þyngd hjá selnum. Jóhann Sigurjónsson sagði í viðtali við Sjávar- fréttir (4/1991) að hann teldi 4% of hátt áætlað hjá mér, en þegar hann var spurður um fæöuþörfina sagði hann 1 til 8% og fannst mér það frem- ur vera staðfesting á minni ágiskun en ab henni væri hafnað. Auðvitað er fæðuframboðið mismunandi og dag- skammturinn að sama skapi. Okkar hafsvæði er girnilegast til fæðuöflunar frá vori og fram á haust og þá koma líka hvalavöður sunnan úr höfum og svelgja þær milljónir tonna sem óum- MARTEINN! IFriðriksson er fyrrverandi framkvæmdastjóri Fiskiðju Sauóár- króks. deilanlega fara ofan í dýrin. Gísli Vík- ingsson segir að talið sé ab reyðarhval- ir og sjálfsagt fleiri tegundir geti étið allt að 70% af sinni ársneyslu í þess- um ætisgöngum á norðlægari haf- svæði. Ef þab er rétt þýðir þetta gríðar- lega aukningu afráns þessara dýra úr lífríkinu á okkar hafsvæðum, miðað vib það sem áður hefur verið reiknað með. Athuganir Erlings Haukssonar á selnum ná nú yfir nægilega langt sam- fellt tímabil til að vera marktækar. Landsels- og útselstofnarnir hér við land eru Iitlir, en éta þó tiltölulega mikið af fiski og meira af nytjafiskum en íslenskir fiskimenn hafa kvóta fyrir. Hringormurinn er svo sérstakt vanda- mál. Aðalselafjöldinn er í norðurhöf- um og lifir á uppsjávar fiskum og seib- um. Stórar selavöður í ætisleit valda ómældum skaða Okkur blöskrar sá skabi sem 25 þús. landselir og 10 þús. útselir valda hjá okkur, ásamt flækningum af stofni blöörusela, vöðusela og hringanóra. En hver eru áhrif meira en 10 milljóna sela á heimskautssvæðunum frá Barentshafi til Kanada? Eftir ab sel- veiðar lögðust af hefur orðið offjölgun í selastofnunum og selurinn talinn horaðri og verr á sig kominn nú en áður. Hætta hefur aukist á að stórar vöður fari í ætisleit og geri ómældan skaða í nytjastofnum, eins og raun varð á við Noreg þegar æti skorti á Barentshafssvæðinu fyrir nokkrum árum. Það er umhugsunarvert að ein fræg leikkona, sem telur sig vera sérstakan dýravin, skuli megna að eybileggja at- vinnuveg samfélags eins og Grænlend- inga með röngum fullyrðingum í um- hverfismálum. Jafnframt er rétt að minna á áhrif grænfriðunga og blekk- ingaleiks þeirra við að afla fjármuna handa fámennri klíku innan þeirra samtaka, eins og Magnús Guðmunds- son kvikmyndagerðarmaður gerði ágætlega grein fyrir á fundi á vegum Fiskifélagsins fyrir skömmu. Og fuglarnir taka líka sitt Þriðji dýraflokkurinn í samkeppni við okkur í lífríkinu eru fuglarnir. Þeir lifa allt í kringum landið og éta seiði, smádýr og átu svo að milljónum tonna skiptir. Ég frétti af rannsókn á áti lundans við Noreg, sem var talið að meðaltali 170 gr á dag. Þetta er fugl sem vegur hálft kg og með þann stub- ul í huga reiknaöi ég fæðu ofan í fugla- stofnana 340 gr á dag pr. kg þyngdar. Ef hægt væri að telja seiði nytjafiska, sem lenda í fuglsmaga, og reikna þau 30 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.