Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 38

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 38
 Geislabreidd dýptarmæla / \ Dýpi 100 m o O o o CM / 70 m 35 m Botnstykkið Botnstykkið er einn mikilvægasti hluti mælisins, jafnvel er hægt að tala um botnstykkið sem hjarta mælisins. Botnstykkið umbreytir rafpúls, sem kemur frá sendi mælisins, yfir í hljóð- púls sem berst með hraða hljóðs í vatni til sjávarbotns eða fiskendur- varps. Hljóðhraði í sjó er 1475-1500 metr- ar á sekúndu og fer hraðinn eftir hita- stigi, seltumagni og sjávarþrýstingi. Endurvarpið berst síöan aftur til botn- stykkisins sem umbreytir hljóðpúlsin- um aftur yfir í örlítinn rafpúls sem berst til formagnara mælisins sem magnar rafpúlsinn upp nokkur þúsund sinnum. Það er alveg sama hvað mælirinn er fullkominn, hann er alltaf háður gæð- um botnstykkisins. Ófullkomið botn- stykki getur valdið því að daufar fisklóðningar koma ekki fram og geislabreiddin getur verið óeðlileg. Staðsetning botnstykkisins er sér- stakur þáttur út af fyrir sig. Straum- hvirflar frá kili geta valdið því að mælirinn hættir að lóða í veltingi. Það verður að forðast „söng" frá skrúfu með því að hafa botnstykkið ekki of aftarlega. Þá þarf að staðsetja botn- stykkið þannig að það dragi ekki loft fyrir stykkið þegar skipið heggur, því þá sleppir mælirinn út lóöningum í brælu. í hraðfiskibátum þarf að forðast að loftpúði myndist við botnstykkið þegar keyrt er á ferð, en besta lausnin hefur verið að hafa botnstykkið að innanverðu í „tunnu" sem er fyllt frostlegi og sendir þá botnstykkið í gegnum byrðinginn. Búast má við a.m.k. 10-20% tapi orkunnar með þessu fyrirkomulagi. Senditími - púlslengd Þegar fjallað er um senditíma eða púlslengd er átt viö þann tíma sem sendingin varir. Senditíminn er gefinn upp í millisekúndum, sem eru þúsund- ustu hlutar úr sekúndu. T.d.: Sending sem varir í 1 millisek = 0,001 sekúnda. Senditíminn er mikilvægt atriöi í dýptarmælum, einkum hvað aðgrein- ingu og botnfisk varðar. í stærri mæl- um er senditíminn stillanlegur og get- ur verið á bilinu frá 0,1 til 30 millisek. Flestir mælar hafa breytilegan sendi- tíma. Þegar notaður er langur púls mælist meira dýpi og unnt er að finna veik endurvörp í mikilli fjarlægð. Stuttur púls er notaður á grunnu vatni þegar sterkt botnendurvarp og mikill eftir- ómur (bergmál) kemur. Dæmi um senditíma: Ef notuð er 2 millisek. senditími er lengd púlsins fundin með því að margfalda sendi- tímann með hljóðhraðanum, tíminn er í sekúndum. 0,002 x 1500 = 3 metr- ar. Sendingin varir þann tíma sem tek- ur framenda hennar að ná 3 metra frá botnstykkinu. Aðgreining á milli ein- stakra fiska er 1/2 senditíminn. Fiski- torfa sem er innan við 1,5 metra frá botni fellur saman við botninn. Að- greiningarhæfnin er minni eftir því sem senditíminn er lengri. Geislabreidd Geislabreidd sendigeisla botnstykkja dýptarmælanna er mjög mismunandi og er geislabreiddin háð stærð og tíðni botnstykkisins. Stærra botnstykki sendir mjórri sendigeisla en lítið botnstykki ef miðað er við sömu tíðni. Einfalt hringiaga botnstykki sendir keilulagaðan geisla, en botnstykki sem er búið tveimur hringlaga stykkjum og er því í bátlaga botnskó sendir helm- ingi mjórri geisla fram og aftur en til hliðar. Þessi upsetning er til þess að vega upp á móti hliðarveltu þannig að mælirinn sleppi síður botni í brælu. Fiskitorfa sem kemur inn í geislann kemur fram sem fiskilóðning þó að fiskurinn sé langt frá bátnum. Allir sem stunda handfæraveiðar þekkja lóöningu sem ekkert kemur út úr. Get- ur þetta ekki verið skýringin? Kynning á dýptarmælum minni fiskiskipa í þessari grein er ætlunin að kynna nokkrar gerðir dýptarmæla frá hinum ýmsu söluumboðum og þjónustufyrir- tækjum og verða kynntir algengir dýptarmælar sem er ætlaðir fyrir minni fiskiskip. Farið var í hin ýmsu söluumboð dýptarmæla og fiskileitar- tækja og voru söluaðilar beðnir að benda á þá mæla sem þeir seldu mest í minni fiskiskip. Greinarhöfundur tók fram að það væru t.d. Sómafiskibátar og til hinna smærri snurvoðarbáta. Söluaðilar fyrirtækjanna gáfu síðan upp þær gerðir sem mest eru seldar og því algengastar á markaðnum fyrir þessa stærð fiskiskipa. Vegna takmark- aðs rýmis er aðeins einn mælir tekinn fyrir frá hverju söluumboði. Öll fyrirtækin gátu boðið mun ódýr- ari og jafnframt dýrari gerðir dýptar- 38 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.