Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 36

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 36
„Iðntæknistofnun veitir fyrirtækjum víða í atvinnulíf- inu margvíslega þjónustu. Verkefni sem snúa að sjávar- útveginum eru mýmörg og fjölbreytt. Einkum eru það þó rannsóknir af ýmsu tagi sem segja má aö skiptist í tvennt. Annars vegar er um að ræða fyrirbyggjandi rann- sóknir á ýmsum málmhlut- um, suðum, skipsskrokkum og vélarhlutum. Þessar rann- sóknir eru framkvæmdar hér innanhúss eða úti á vett- vangi. Hinsvegar eru rann- sóknir sem beinast aö því að kanna orsakir bilana og óhappa. Hingað koma menn með brotna öxla, ása og vél- arhluta og við reynum aö finna út hver orsök bilunar eða brots hefur verið. Viö beitum ýmsum aðferðum til sprunguleitar í málmi, bæði röntgenmyndum og segul- agnaprófunum." Þannig lýsir Freygarður Þorsteinsson, efnaverkfræð- ingur og deildarstjóri efnis- tæknideildar Iðntæknistofn- unar, þeirri þjónustu sem deildin veitir atvinnulífinu, sérstaklega sjávarútveginum. Eitt umtalaðasta verkefni þessarar deildar var að rann- saka sjálfvirkan sleppibúnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta sem ætlunin var að lögleiða um borð í öllum skipum. Áriö 1991 lauk þeim rann- sóknum með því að þróuð var aðferð til gerðarprófunar á slíkum sleppibúnaöi. Þetta er samþykkt og útgefin að- ferö fyrir Norðurlöndin enda var verkefnið unnið með styrk frá NordTest. „Það hefur hinsvegar aldrei verið prófað eftir þess- ari aðferð en hún er nokkuð dýr í framkvæmd. Málið er að öðru leyti í höndum Sigl- ingamálastofnunar." Ibntæknistofnun Fyrirbyggjandi rannsóknir Deildin sinnir í vaxandi mæli sprunguleit í vélarhlut- um og öðrum málmhlutum enda oft dýrt spaug þegar atvinnutæki á borð við togara stöðvast. „Það er ekki spurning að meö fyrirbyggjandi rann- sóknum á málmhlutum geta menn oft sparað sér mikið fé og fyrirhöfn. Það getur skipt miklu máli að finna minnstu sprungur eins snemrna og hægt er." Deildin hefur sinnt rannsóknum á tæringarvanda í vinnslubúnaði um borð í frystiskipum. Þegar hafa kom- ið nokkur slík verkefni upp með vaxandi frystivæðingu flotans. „Þetta snýst yfirleitt um að kanna orsakir tæringar- vanda sem kemur upp. Umhverfið, saltið, rakinn og hitastigið, er ákaflega erfitt og stundum kemur upp tær- ing þar sem hennar var ekki von." Enn eitt svið þar sem Iðntæknistofnun kemur inn á svið sjávarútvegsins er á sviði vöruþróunar og rannsókna fyrir plastframleiðendur. Stór fyrirtæki sem framleiða plastvörur fyrir sjávarútveg og fiskvinnslu vinna með stofnuninni að því að þróa og bæta sínar vörur. Slíkar rannsóknir eru auðvitað trúnaðarmál. Stefán Jóhann Björnsson vélfræðingur er potturinn og pannan í hinum eiginlegu prófunum og hefur aflað sér sérþekkingar á því sviði í Bretlandi. Hann sýndi blaða- manni ýmsar aðferðir við að finna sprungur og skil- greina orsakir óhappa. Á hans borði lá þennan dag risavaxinn gíröxull úr togara sem hrokkið hafði í sundur. Fyrir lá að greina orsakir þess. „Stundum er auðvelt aö sjá ferli bilunar," sagði Stef- án, „en stundum er ekki hægt að finna orsakirnar. Þetta eru misflókin mál sem við rannsökum." Með því að skoða hluti sem virðast heilir, í segul- sviði, eftir að búið að úða þá með málmögnum, birtast sprungur og brot þar sem augað greindi enga misfellu. Þegar þarf að skyggnast undir yfirborð hlutanna er gripið til röntgentækninnar. Stefán sýnir myndir af suðum á ein- stökum hlutum virkjana, boltum, stýrisendum, skips- skrokkum og burðarbitum en einnig hefur deildin kannað fallbyssur, fornleifar, laxa- seiði og þannig mætti lengi telja. „Hingað berast oft óvenju- legar beiðnir. Fornleifafræö- ingar vilja kanna innviði ryð- hrúgna, fiskeldisfræðingar vilja fylgjast með fæðuupp- töku laxaseiða og áhugamað- ur um fallbyssur bað okkur að mynda eina til þess að kanna samsetningu hennar. Röntgenmyndir eru notað- ar til að kanna styrkleika suðu. Viö smíði mannvirkja eru oft teknar prufumyndir af t.d. 10% suðanna og þær kannaðar. Þar sem álagið er mikið og brýnt að engin áhætta sé tekin, t.d. á tönk- um með hættulegum efnum, er hver einasta suða mynduð og grandskoöuð." Þessari sömu aðferð er beitt þegar suðumenn taka próf. Þeir sjóða hluti saman eftir forskrift og síðan er suð- an mynduð og rannsakað hve sterk hún er. □ 36 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.