Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 46

Ægir - 01.04.1995, Blaðsíða 46
Ný sjávarútvegsstefna Þann 8. apríl sl. gekk íslenska þjóðin að kjörborðinu og valdi sér þingmenn til setu á Alþingi íslendinga næstu fjögur árin. Ekki urðu stórkostlegar breytingar, en inn koma nokkrir nýir þingmenn og aðrir hættu eða náðu ekki kjöri. Það sem máli skipti var að ríkisstjórnin hélt naumum meirihluta sínum á Alþingi. Sá meirihluti var ekki traustari en svo að nú þegar þetta er ritað, á síðasta vetrardag, hefur Davíð Oddsson beðist lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og hafið viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Hér er kominn kost- ur sem margir hafa talið vondan, sérstak- lega með tilliti til breytinga á stefnu í sjávarútvegsmálum. En því skal ekki að óreyndu trúað að sú almenna óánægja sem fram hefur komið í kosningabarátt- unni hafi ekki skilað sér til forystu- manna þessara flokka og að ný ríkis- stjórn skoði málefni sjávarútvegsins í því ljósi. í kosningabaráttunni kom skýrt fram að ekki ríkir nein sátt um þá kvótastefnu sem rekin hefur verið síðasta áratug. Það hefur líka komið fram að undantekn- ingarlaust vilja menn hafa stjórn á sókn- inni í auölindir hafsins, menn deila ein- ungis um aðferðir. Það er líka talið ó- framkvæmanlegt að stökkva í einu vetfangi út úr núverandi kerfi í eitthvað nýtt kerfi, til þess þurfi aðlögun. Krafan er sú að núverandi kerfi gangi ekki óbreytt og það að auka refsingar og eftir- lit bæti ekki kerfið. Þá er launakerfi sjó- manna ekki í takti við núverandi aðstæð- ur í kvótakerfinu og er skýr krafa sjó- rnanna um lausnir á því. Það bætir ekki ástandið að fyrirsjáan- legur er enn einn niðurskurðurinn í heildarveiðimagni þorsks og jafnvel í öðr- um tegundum einnig, sbr. bráðabirgða- niðurstöður úr nýafstöðnu togararalli Hafró. Þegar svo er komið að hvert ein- asta skip er komib með kvóta undir hungurmörkum þá dugar alls ekki hlut- fallslegur niðurskurður aflaheimilda, ekki síst í ljósi þeirrar mismununar sem felst í mismunandi stærð og búnaði skip- anna og þar af leiðandi möguleikum þeirra til ab veiða. Við fjölgum ekki fisk- unum í sjónum það gerir náttúran, en við getum hjálpað henni með því að haga veiðum okkar þannig að jafnvægi ríki í náttúrunni og það gerum við með eðlilegri nýtingu á öllum auðlindum hafsins. Þetta, ásamt því hvernig við vinnum úr þeim afla sem vib veiðum og seljum, verður að marka upphaf á nýrri sjávarútvegsstefnu framtíðar. Undirritaður hefur í skrifum sínum á undanförnum mánuðum bent á að móta þurfi heildstæða sjávarútvegsstefnu ís- lensku þjóðarinnar þar sem tekiö verði tillit til fiskverndar, hvar og hvernig fisk- urinn er veiddur einnig hvernig og hvar hann er unninn. Þá verði sölu- og mark- aðsmálin skoðuð og spáð til framtíðar um þróun markaba og hvaba fisktegund- ir verði ráðandi á næstu árum. í fram- haldi af því yrði síðan nýtingaráætlun hafsins endurskoðub með jöfnu millibili. Ég bendi á að á síðustu þremur til fjórum áratugum hafa aöstæður breyst gífurlega í íslenskum sjávarútvegi og fisktegund eins og síld, sem öllu réði á sjöunda ára- tugnum, er nú hverfandi en upp hafa komib rækja og karfi. Það er því ekki sjálfgefið að þorskurinn verði okkar helsti nytjafiskur um ókomin ár þó svo sé nú og verði í næstu framtíð. Því er nú tími til að skoða sitt nánasta umhverfi og vera viðbúinn þegar aðstæöur breyt- ast, en láta ekki taka sig sofandi í bólinu eina ferðina enn. Það er þetta verkefni sem sjávarútveg- urinn og næsta ríkisstjórn verða að glíma við og ég trúi ekki öðru en til þess veljist hæfir menn. Ég vek þó athygli á að með þessum hugrenningum mínum er ég ekki að biðja um algert miðstýringarvald. Hlutverk stjórnvalda er að setja atvinnu- lífinu ramma sem þab síðan starfar inn- an og það er sá rammi sem ég er hér ab ræða. Það er síðan atvinnugreinarinnar að annast nánari útfærslu hverju sinni og það hefur íslenskur sjávarútvegur margsýnt að hann er fullfær um. Bjami Kr. Grímsson. LEIÐRÉTTING j 3. tbl. Ægis 1995 var fjallab um breytingar á skipum árib 1994. Komib hefur í ljós ab upplýsingar um véla- skipti í opnum bátum og þilfarsbátum byggbu á ótraustum grunni sérstaklega hvab varbar opna báta. Hér er birtur endurskobabur listi yfir vélaskipti í þilfarsskipum á árinu 1994 sem blaðið telur réttan. Hvað varbar listann yfir vélaskipti í opnum bátum verbur hann ekki birtur aftur en rétt ab benda á að nokkur brögð munu hafa verið að því ab nýir bátar væru taldir upp þar en það var alls ekki ætlunin. Samkvæmt upp- lýsingum frá Siglingamálastofnun má ætla að opnir bátar meb skipaskrár- númeri hærra en 7380 séu fyrst skráðir 1994. Vélaskipti fóru fram í eftirtöldum þilfarsskipum árib 1994 samkvæmt bestu fáanlegum upplýsingum en þær koma frá Fiskifélagi íslands. Vélaskipti í þilfarsskipum 1068 Sæmundur HF 85 Ný vél: Volvo Penta 300 hö. 1994 Áður: Volvo Penta 290 hö. 1978 1103 Otur EA 162 Ný vél: Caterpillar 408 hö. 1994 Ábur: Caterpillar 408 hö. 1985 1396 Gunnvör ST 39 Ný vél: Cummins 240 hö. 1994 Áður: Cummins 200 hö. 1974 1581 Berghildur SK 137 Ný vél: Volvo Penta 300 hö. 1994 Áður: Volvo Penta 238 hö. 1987 1692 Gísli í Papey (vinnubátur) Ný vél: Ford 200 hö. 1988 (notuð) Ábur: Scania 150 hö. 1975 1743 Sigurfari GK 138 Ný vél: Caterpillar 715 hö. 1994 Ábur: Caterpillar 573 hö. 1984 1823 Gubný AK 213 Ný vél: Volvo Penta 130 hö. 1994 Ábur: Ford Ford Mermaid 70 hö. 1987 1930 ívarNK 124 Ný vél: Caterpillar 234 hö. 1994 Áður: Caterpillar 238 hö. 1991 1939 Katrín GK 98 Ný vél: Cummins 250 hö. 1994 Áöur: Cummins 425 hö. 1988 2031 Hópsnes GK 77 Ný vél: Stork Werkspoor 1.906 hö. 1994 Áður: Sulzer Cegielski 1.305 hö. 1990 2045 Guðmundur Þór SU 121 Ný vél: Caterpillar 238 hö. 1991 Ábur: Caterpillar 152 hö. 1990 2226 Sæborg SU 42 Ný vél: GM 255 hö. 1994 Ábur: Ford Mermaid 224 hö. 1989 2176 Ólöf Jónsdóttir ÁR 71 Ný vél: Mercruiser 218 hö. Ábur: Volvo Penta 200 hö. 1992. 46 ÆGIR APRÍL 1995

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.