Ægir

Volume

Ægir - 01.05.1995, Page 6

Ægir - 01.05.1995, Page 6
þorski er seldar á 90 krónur, seljandinn sendir síöan skipin á úthafsveiðar eöa kaupir kvóta frá öðrum og hefur því ekki þörf fyrir þær. Kaupandinn dregur 90 krónurnar frá söluveröi og þannig eru sjómenn látnir greiða niður þessa svikamyllu. Verði komið skikki á verð- lagsmálin dettur botninn úr þessu braski. Þetta kerfi, eins og það er orðið í dag, er vísvitandi gert til að hafa laun af sjómönnum. Útgerðarmenn eru að selja sjómönnum veiðirétt. Þetta er auðlinda- skattur á sjómenn, fyrir auðlind sem út- gerðarmenn hafa öðlast án endur- gjalds." Svik við sjómenn „I tveimur tilvikum úrskurðaði nefndin ótvirætt um aö sjómenn hefðu verið látnir taka þátt í kvótakaupum en þau mál fengust samt ekki leiðrétt held- ur þurfti að sækja þau fyrir dómstólum. Þannig var þessi nefnd einskis viröi og leysti engan vanda og málið allt svik við sjómenn." Nefndin verður til samkvœmt lögwn til nœstu áramóta en starfar ekki þar sem sjómenn hafa hœtt að vísa málum til hennar og útgerðarmenn gera það ekki. Var stofnun þessarar nefndar og lögin um 15% regluna hluti afaðgerðum ríkisstjómarinnar þegar bráðabirgðalög- in vom sett 1994? „Okkur var ekki lofað neinu í tengsl- um við þessi lög. Stjórnin þurfti að fá þau samþykkt og þetta var leiðin. Lögin um 15% voru á þá leið að ef skip keypti til sín veiðiheimildir meira en 15% í af úthlutuðum eigin kvóta i hverri tegund þá mætti það ekki færa veiðiheimiidir frá sér aftur. Menn voru ekki lengi að finna gat á þessum lögum. Það er ekk- ert sem bannar tilfærslu milli skipa hjá sömu útgerð svo útgerðarmaður sem á tvö skip getur notað annað þeirra til að kaupa kvóta en hitt til að selja og hald- ið braskinu áfram óáreittur. Á þessu hrundi 15% reglan en kemur verst nið- ur á einstaklingum í útgerð og það var aldrei ætlun okkar. Við þekkjum fyrirtæki austur á fjörð- um sem lætur sjómenn taka þátt í kvótakaupum meö því að borga þeim 35 krónur fyrir kílóið af þorskinum og hef- ur selt frá sér meiri veiðiheimildir en það hefur keypt með þessum hætti. Þetta á ekkert skylt við neina hagræðingu eða neitt slíkt. Þetta er hreint og klárt brask." Sjómenn í Grindavík fá 20 krónur fyrir kílóið af þorski Nú hefur stundum verið deilt um sönnunarbyrði í þessum máium og ekki verið mikið um einstök dœmi. Þekkið þið mörg dcemi? „Við þekkjum mýmörg dæmi og höf- um tölur um verð í mörgum tilvikum. Það er engin leið til að uppræta þetta nema gegnum verðmyndunina. Lögin um skiptaverðmæti segja að það sé óheimilt að draga kaup á veiðiheimild- um frá áður en aflahlutur er reiknaður. Fáist opinber verðgrunnur frá t.d. fisk- mörkuðunr verður eftirleikurinn auð- veldur, annars verður þetta stríð áfram. í samningi milli aðila segir orðrétt að útgerðarmaður hafi á hendi ráðstöf- unarrétt aflans en skuli ætíð tryggja skipverjum hæsta gangverð. Við þekkjum dæmi um útgerð í Grindavík sent borgar sjómönnum 10 krónur fyrir kílóið af þorski. Það er tölu- vert algengt að brúttóverð á þorski sé reiknað 20 krónur sem þýðir 15 krónur til skipta. Það sjá allir sem vilja sjá að svona getur þetta ekki gengið lengur. Ég skýröi Kristjáni Ragnarssyni frá þessu tilviki þar sem greiddar eru 20 krónur fyrir kílóiö. Ég skal ekki segja um hvort hann trúði en á næsta fundi sem við áttum staðfesti hann að ég færi með rétt mál. Hann hefur oft kvartað yfir því að við kæmum ekki með dæmi og ég spurði hann hvort hann vildi lagfæra þetta en hann sagðist ekki hafa afl til þess." Þetta umrœdda dœmi sem vitnað er til á sér stað hjá Vísi hf. í Grindavík sem gerir út bátinn Mána GK. Sjómenn vilja ekki verðlagsráð Útgerðarmenn segja að á markaðnum ríki frelsi og því geti samtök þeirra ekki haft afskiþti af verðmyndun og sjómenn séu með kröfum sínum að biðja um að Verðlagsráð sjávarútvegsins verði endur- reist. Er þetta rétt? Vilja sjómenn endur- reisa gamla verðlagsráðið? „Nei alls ekki. Kristján Ragnarsson gekk fyrir þeirri sveit sem lagði verðlags- ráð niður ásamt sjómannasamtökun- um. Þegar það var gert voru þessi við- skipti með veiðiheimildir ekki orðin það vandamál sem þau eru í dag. Þetta er aðeins þriggja ára vandi. Það má rifja upp hér að fyrsta dæmið um kvótabrask sem við fréttum um var í Vestmanna- eyjum og við bentum Kristjáni Ragnars- syni á að þetta væri óeðlilegt. Ef hann heföi þá komið upp aö hlið- inni á okkur og stutt þá skoðun okkar að sjómenn ættu ekki að taka þátt í kaupum á veiðiheimildum frekar en þeir eiga ab fá skipti úr sölu á þeim, þá væri þetta vandamál ekki til í dag. Krist- ján kaus að lýsa velþóknun sinni á braskinu og í kjölfarið flæddi þessi siður yfir, fyrst á suðvesturhorninu en er nú alsiða um land allt." Nú segja sumir kenningasmiðir að sú aðgerð að ieggja niður verðlagsráð hafi verið leikur í flóknu tafli einmitt til þess að skapa þcer aðstœður sem nú eru í þessum málum. Telur þú það rétt? „Þetta kann vel að vera rétt og þá verðum við bara að viðurkenna að við sáum ekki við þessari leikfléttu þeirra. Kannski vildu menn einmitt koma því svo fyrir að þeir gætu keypt og selt kvóta hring eftir hring á geðþóttaverði. Við viljum ekkert verðlagsráð, við vilj- um að fiskmarkaðir ráði veröinu." Treysti Davíð Oddssyni ekki Sú ríkisstjóm sem síðast sat setti lög á verkfall sjómanna eftir þrettán daga. Nú er komin ný ríkisstjórn sem stendur frammi fyrir lítt breyttum forsendum í þessari deilu. Hvernig líst þér á þessa rík- isstjóm? „Byrjunin lofar ekki góöu. Vib áttum fund með Kristjáni Ragnarssyni áöur en verkfall var boðað þar sem málin voru rædd með óformlegum hætti frá ýms- um hliðum. Kristján kaus að fara meö þetta þannig í fjölmiðla að vib vissum ekkert hvað við vildum og værum ósamstíga í flestu sem er alrangt. For- sætisráðherra leyfði sér síðan á aðal- fundi SH að hafa nákvæmlega orð Krist- jáns eftir og tala um að sjómenn settu fram óljósar kröfur og væru ósammála. 6 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.