Ægir - 01.05.1995, Page 11
Ráðstefna um
kvótakerfið
Fiskifélag íslands heldur ráö-
stefnu um „Kvótakerfi í sjávarút-
vegi, fiskveiðistjórnun, reynsla og
framtíð".
Fyrirlesarar verða Ragnar Ámason
prófessor sem fjallar um fiskveiði-
stjórnunarkerfi í öðrum löndum,
Snjólfur Ólafsson lektor sem fjallar
um hagkvæmni íslenskrar fiskveiði-
stjórnunar, Agnar Helgason sem
fjallar um eignarhald í sjávarútvegi
í kvótakerfi (Agnar er að skrifa dokt-
orsritgerð í London um þetta efni),
Guðjón A. Kristjánsson formaður
FFSÍ fjallar um útkast á fiski og loks
verður fjallað um aðra valkosti í fisk-
veiðistjórnun.
Ráðstefnan er öllum opin og
hefst kl. 13:00 31. maí á Hótel Sögu.
íslenskir fiskar aftur á mynd
ískort hf. hefur gefib út veggspjald með myndum af íslenskum fiskum.
Hluti þess sést á myndinni hér að ofan. Á spjaldinu eru litmyndir af 46 teg-
undum fiska og skelfiska sem veiddir eru til nytja hér við land. Teikningar
gerði Guðjón Ingi Hauksson. Veggspjaldið er gefið út í tveimur stærðum og
fæst hjá útgefanda í Ármúla 22, en síminn þar er 588 2000.
ÆGIR 1 1