Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1995, Qupperneq 12

Ægir - 01.05.1995, Qupperneq 12
SJÁVARSÍÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN ANNÁLL Lundinn étur hálfa milljón tonna á ári í grein Marteins Friðrikssonar í 4. tbl. Ægis 1995 var minnst á norskar rannsókn- ir á fæðuvali lundans. Þær rannsóknir leiddu í ljós að hver fullorðinn lundi þyrfti 170 grömm af fæðu á dag en lundinn lifir einkum á sandsíli eins og margir aðrir sjófuglar. Lundastofnar í Norður-Noregi og Færeyjum hafa verið í mikilli lægö undanfarna áratugi og er minnkuðu fæðuframboði einkum kennt um. Menn deila hinsvegar um það hvort minnkað framboð á fæðu stafi af ofveiði á sandsíli eða náttúrulegum orsökum en sandsílið er jafnframt fæða annarra lífvera í sjónum þar á meðal ýmissa nytjafiska á borð við þorsk. Við ísland er lundastofninn hinsvegar í góðu jafnvægi og virðist enginn skortur á fæðuframboði lundans hér við land. Dr. Arnþór Garðarsson hjá Líffræðistofnun Há- skóla íslands sagði í samtali við Ægi að giskað væri á að 3 milljónir para verptu hér við land. Sé sú tala rétt má reikna með að heildarfjöldi fullorðinna lunda hér við land sé í kringum 8 milljónir fugla því á hverjum tíma er nokkur fjöldi óparaður. Séu niðurstöður norsku rannsóknanna réttar, en Arnþór kvaðst ekki sjá í fljótu bragði ástæðu til að rengja þær, þá étur lundastofninn við ísland 1.360 tonn af fæðu á hverjum degi. Á ári er þetta því um hálf milljón tonna eða 496.400 en rétt er að hafa í huga að á vetrum Ieggst lundinn frá landi og dvelur m.a. á úthafinu. Þetta magn er um það bil helmingurinn af loðnukvóta landsmanna svo kunnugleg viðmiðun sé notuð og af viðgangi stofnsins má ráða að lundinn er ekki í neinum vandræðum með að ná sínum kvóta. Rétt er að taka fram að með útreikningum eins og þessum er verið að taka eitt einstakt laufblað og rýna á það í stað þess að horfa á allan skóginn. Einhverjum kann að vaxa í augum að fóðra lundastofninn á hálfri milljón tonna á ári en þá er rétt að hafa í huga að hér er litið á einn hlekk í stórri keðju. Það sem þessar tölur gefa fyrst og fremst til kynna er stærð keðjunnar í heild sinni. Þó einn þáttur sé tekinn út og skoöaöur er rétt að hafa í huga ab lífríkið virðist á þessu sviði vera sjálfu sér nægt. Þannig er lundinn ekki eini sjófuglinn við ísland sem tekur hraustlega til matar síns. Nefna má tegundir eins og langvíu, stuttnefju, ritu, súlu, skarf og fýl. Allar þessar tegundir eiga það sameiginlegt að vera frekar í vexti en samdrætti hér við land og virðast því hafa nóg ab bíta og brenna. Útgerbarfélagið Teisti hf. á ■■ ísafirbi selur rækjutogarann Klöru til Nýja-Sjálands en heldur eftir 1100 tonna rækjukvóta sem fylgdi skipinu frá Fáskrúðsfirði. Kvótinn verbur fluttur yfir á Framnes ÍS. M Islenskar sjávarafurðir ■■ halda aðalfund og sýna fram á metár 1994. Framleiðsla, verðmæti og hagnaður jókst milli BW Þróunarsjóður sjávarútvegs- ■■ ins kaupir frystihús á Húsa- vík til úreldingar og er þetta fyrsta húsið af nokkrum sem sótt hafa um styrk til slíks. Húsið var keypt fyrir átta milljónir. Akureyrin EA kemur til heimahafnar eftir breyting- ar í Póllandi sem kostuðu 200 milljónir króna. Skipið er nú 72 metra langt og lengsta skip sem hefur leyfi til veiða í íslenskri lög- sögu. Eyvindur Vopni NS 70 seld- ■ifl ur frá Vopnafirði til Meitils- ins í Þorlákshöfn. Eyvindur sem er minnsti ísfisktogarinn í flotan- um er seldur kvótalaus því kvót- inn verður fluttur yfir á Drang- eyna sem Tangi hf. á Vopnafirði hefur keypt frá Sauðárkróki. Átta íslenskir togarar seldu í Bremerhaven í Þýskalandi fyrir páskana, alls 1430 tonn af fiski fyrir 115 krónur kílóa meðal- verð sem er talið frekar slakt mið- að við árstíma. PM íslenskir og erlendir togarar Ib þyrpast á úthafskarfamiðin á Reykjaneshrygg en sóknarþung- inn í karfann mun aukast veru- lega frá fyrra ári. Veiðin er dræm í fyrstu vegna ótíðar. M Sæmileg ýsuveiði bendir til Bfii þess að á yfirstandandi kvótaári muni allur ýsukvótinn nást eða fást geymdur milli ára. Á síðasta ári féll 6 þúsund tonna ýsukvóti ónýttur niður. 12 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.